Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 92

Skírnir - 01.01.1905, Page 92
92 Ritdúmar. þjóðum og hafa sérstaklega skólamenn vorir gott af að kynna. sér hana — og nemendur í sumum skólum vorum líka. Enn koma tvær ritgerðir eftir ritstjórann. I hinni fyrri þeirra (Vesturíslenzk menning) sýnir höf. fram á, hve skamt menning landa vorra þar vestra sé á veg komin, og finnur sérstaklega að því, að þeir leggi of litla rækt við skólana, enn sem komið er. I síðari ritgerðinni (Austur- og Vestur-Islendingar) minnist hann á vesturflutningana og leitast við að sannfæra oss um, að þeirri »blóðtöku« fylgi og nokkur blessun. Er hún nokkurs konar svar til Guðmundar skálds Friðjónssonar á Sandi. Eftirtektarverð er þar uppástunga höfundarins um mannaskiftin, sem reynst hafi svo affarasæl meðal enskra þjóða. Vill hann að Austur- og Vestur- Islendingar, að minsta kosti er fram líða stundir, skiftist á um menn í helztu stöður og muni það geta orðið til ómetanlegs gagns fyrir báða. Með því móti mundi þjóðerni Vestur-lslenainga styrkj- ast og eflast, en menning ensku þjóðanna og starfsþor hins vegar flytjast til fósturjarðar vorrar. Síðasti kaflinn eru ritdómar, mjög rækilegir eins og vant er. Eitt eiga þeir sérstaka þökk fyrir vestur-íslenzku prestarnir, og þá síra Fr. J. Bergmanu elcki hvað sízt, — hve mikla rækt þeir leggja við tungu vora. Fyrir bragðið eru og rit þeirra miklu eigulegri og oss hér heima miklu geðfeldari en ella mundi. H. N. Hljóðbærar hugsanir. Um bækur. Vissulega er ritlistin undursamlegust allra hluta, sem maður- inn hefir uppfundið. Rúuir Oðms vorti hetjudáðin t' fyrstu mynd sinni; bækur, rituð orð, eru ettn töfrarúnir, síðasta rnyndin! I bókum er fólgin sál gjörvallrar fortíðarinnar, hljóðbær og sk/r rödd hins liðna, þegar líkami þess og efuisvera er með óllu horfin sem draumttr. Voldugir flotar og fylkingar, hafnir og hergagna- búr, háreistar, vél-ntargar stórborgir, — víst er það frabært og stórkostlegt, en hvað verður af því? Agamemtton og hatts líkar, Perikles og hans líkar, og Grikkland eins og það var á þeirra tíð,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.