Skírnir - 01.01.1905, Qupperneq 96
%
Hitt og þetta.
menn, sem reglulítið Ufa. Eins mörg sæti eru kvennamegin; sitja í
þeim þremur instu heidarlegustu húsfreyjur; þá aðrar frómar kon-
ur; þá efnilegustu mœr; þá velkyntar vinnukonur; þá kotunga-
dœtur. Tfir tveim miðstafgólfum kirkjunnar, upp yfir kvensætum, er
plægt loft eður pulpitur alt í kring. Sitja þar beztu sóknarmanna
yjafvaxta dœtur. Loft er yfir fremsta stafgólfi kirkjunnar, jafnkátt
bitum. Situr þar gamalt og frómt ógift kvenfólk ... «
I le ima vi stars kó lah úsið.
X ii hefir Sigvaldi trésmiður Bjarnason fyrir tilhlutan
•stjórnarráðsins gert nákvæma, sundurliðaða áætlun um verð
á skólahúsi af þeirri stærð og gerð, sem lýst er í ritgerð
minni.
Eftir áætlun hans kostar húsið sjálft 11347 kr. 34 au.
(efnið 9007 kr. 22 au., vinnulaun trésmiða og málara
2340 kr. 12 au.). Kjallari og 3 reykháfar tvöfaldir og yflr
höfuð öll steinvinna 2770 kr. Eldfæri 1060 kr. Skóla-
húsið í heild sinni 1517 7 kr. 34 au. Flutningur á efni
ekki talinn í kostnaði. S. B. vill að þess sé getið, að
þetta lága verð, í samanburði við húsaverð i Rvík, stafí
at' því, að skólahús af þessari gerð er afarauðvelt i smíð-
um og innveggir fáir í hlutfalli við alt húsrúmið. Engu
að síður er húsið, samkv. áætlun hans, mjög vandað:
grindin svo sterk, sem heimtað er í byggingarsamþykt
Reykjavíkur (Stjórnartíðindi B-deild 1904), utan á henni
þil úr 5/4" borðum -)- pappi -j- bárujárn nr. 26, innan á
henni pappi -|- þunnar þiljur (panel). Tvöfaldir gluggar
í öllum íbúðarherbergjum uppi og niðri. Kjallari eftir
kröfum bsþ. Rv. um íbúðarkjallara, steinsteypt gólf í hon-
um öllum, þar á ofan timburgólf í íbúðarherbergjunum og
útveggir í þeim fóðraðir með pappa og þunnum þiljum.
Loftin þreföld (samkv. bsþ. Rv.). Þak úr 6/4" borðum -)-
pappa j- bárujárni nr. 24. 011 eldfæri vönduð (gerð
fyrir mó). G. B.