Skírnir - 01.12.1906, Side 8
Islenzk þjóðlög.
Skírnir.
29Ö
að aldrei hefði hann heyrt þvílíka rödd af nokkurs manns
barka út ganga, og væri það likara engla röddum en
manna.
I hinum elztu skólum vorum var lítið annað kent í’
söng en katólskur kirkjusöngur og hinar margbrotnu
tíðareglur, er viðhafðar voru í katólskri tíð. Allur þessi.
söngur var með latínskum texta og var hann snemma á
öldum skráður á bækur, er kallaðar voru Antiphonaria.
Gengu biskuparnir ríkt eftir því, að þessar tíðabækur eða
kórbækur væru til við hverja kirkju; en oft vildi þó vera
misbrestur á því, og var klerkum gjört að skyldu að
kunna mestalfan hinn venjulega tíðasöng utanbókar, en.
hann var ákaflega margbrotinn og mikill. Kom það fyrir,
að klerkum vai- vikið frá embætti ef þeir kunnu ekki
nógu mikið í messusöng, þá er biskupar prófuðu þá á yfir-
reiðum sínum.
Skóli sá, er Jón biskup stofnaði á Hólum, stóð með'
miklum blóma einnig á 14. öld á dögum Lárenzíusar bisk-
ups Kálfssonar. Var hann söngmaður mikill og hinn
mesti smekkmaður í þeirri fræðigrein; gengu i hans tíð
aldrei færri en 15 í skólann í senn; var sira Valþjófur
söngkennari og kallaði hann saman presta og djákna og
alla klerka fyrir allar stærstu hátíðir til sérstakra söng-
æfinga. Var biskup sjálfur forsöngvari á öllurn stórhátið-
um, en síra Valþjófur stóð honum næstur. Lárenzíus var
allra biskupa strangastur á yfirreiðum sínum að því er
snerti kunnáttu klerka í söng sem öðru.
Hinir katólsku klerkar hjá oss voru syngjandi nær
því nótt og dag; þeir klæddust nær miðjum nóttum til
óttusöngs og lásu eða sungu oftast Maríutíðir meðan
þeir klæddust. Ept.ir óttusönginn lögðu þeir sig aftur til
svefns um stund. Þá hét p r i m a það sem sungið var
síðar á morgnana fyrir aðalmessuna, t e r t i a það sem
sungið var í aðalmessunni og nona það sem suugið var
þar á eptir; svo var aftansöngur á kvöldin með
mikilli viðhöfn og svo kallaðar sálutíðir. Hverri tíðagjörð
tilheyrði sérstakur söngur og sérstakur texti, og hverjum