Skírnir - 01.12.1906, Page 9
Skírnir.
Islenzk þjóðlög.
‘-97
messudegi á árinu tilhevrði að miklu leyti sérstakur
söngur og texti, svo mjög mikið þurfti að nema og kunna
til þess að geta staðið vel í þessari stöðu. En það leiddi
eðlilega af söngkenslunni við skólann á Hólum og síðar
einnig í Skálholti, að þekking á söng breiddist hér mjög
snemma út meðal lærðu mannanna og að ýmsir klerkar
og biskupar urðu mæta vel að sér í þeirri grein, auk
þess sem margir þeirra höfðu ágæt söngliljóð. Má nefna
þess örfá dæmi af mörgum. A þá biskupana Jón ög-
mundsson og Lárenzíus heflr verið minst; segja Bisk.
sög. það um Jón, að hann hafl verið »allra manna bezt
raddaður í þann tíma«. Þorlákur biskup hinn helgi í
Skálholti á síðari hluta 12. aldar var söngmaður mikill;
»hann las fagurlega og söng sætlega«, segir sagan; hann
hafði og þann sið, að kalla saman lærða menn og klerka
fyrir allar stórhátíðir til þess að æfa þá í öllu því, er
fram átti að fara, bæði lestri og söng. Páll biskup Jóns-
son eftirmaður hans í Skálholti og systursonur hans var
svo mikill raddmaður og söngmaður að langt bar af
öðrum mönnum, þeim er þá voru honum samtíða. Auð-
unn hinn rauði Hólabiskup hafði rödd svo fagra, háa og
skæra að öllum þótti yndi að heyra söng hans. Bergur
Sokkason ábóti að Munkaþverá var mentaður maður í
söng umfram flesta menn þá á Islandi, og þannig mætti
fleiri telja.
Jafnvel þótt telja megi víst að í katólskri tíð hafi
miklu meiri rækt verið lögð við kirkjusönginn en hinn
verzlega söng, vitum vér þó með vissu, að á þeim tímum
var einnig mikið sungið á veraldlegum samkomum, bæði
danskvæði þegar dansað var og ýms önnur kvæði, Maríu-
vísur og dýrðlingavísur. Einnig var það siður i brúð-
kaupsveizlum í katólskri til að drekka minni Krists, Mariu
mevjnr, heilags anda og ýmissa dýrðlinga og syngja um
leið; var þá suugið bæði vers (eitt eða fleiri) og slæmui”
eftir að siðamaðurinn hafði sungið hver tvö vísuorð af vers-
inu eða vísunni, söng alt veizlufólkið slæminn. Brúðkaups-
veizlur stóðu þá venjulega 3—5 daga og var mjög mikið