Skírnir - 01.12.1906, Side 10
•298
Islenzk þjóðlög.
Skírnir.
sungið, og fylgdi sérstakur söngur hverju minni og hverri
.athöfn; var aftansöng hlýtt i kirkjunni þegar brúðkaups-
veizla byrjaði og morgunsöng í endalok veizlunnar; síðast
var hestaskál drukkin og menn sungnir úr hlaði með
sérstökum vel viðeigandi söng.
Mikið var dansað iijámss á miðöldunum og var söngur
ávalt samfara dansinum, en að líkindum ekki hljóðfæra-
sláttur. Lýsir Arngrímur lærði dönsum þessum og söng
þeim, er þeim var samfara, en getur ekki um neinn
Mjóðfæraslátt; skiftir hann dönsunum í kyrðardansa og
hringdansa eða vikivaka. Tíðkuðust vikivakar hér mikið
alt fram undir lok 18. aldar, svo sem kunnugt er; var
hljóðfæri litið eða ekkert notað við þessa vikivaka, heldur
söng dansfólkið sjálft kvæði og vísur ýmislegs efnis við
dansinn eftir ýmsum vissum reglum, stundum karlmenn
og kvenrmienn á víxl, stundum einn og margir á víxl og
stundum allir í einu. Ákaflega rnikið af vikivakakvæðum
•er til hjá oss undir ýmsum mjög mismunandi bragarhátt-
um, en meiri hluti vikivakalaganna er því miður glataður;
samt höfum vér getað varðveitt nokkur þeirra, eins og
þjóðlagasafnið ber með sér.
Hinn katólski kirkjusöngur eða latínusöngurinn leið
að miklu leyti undir lok við siðaskiftin eins og eðlilegt
var, en í hans stað kom hinn lúterski kirkjusöngur; þó
hélzt latínusöngurinn enn um stund við dómkirkjurnar,
•einkum á stórhátíðum, svo að guðsþjónustan yrði þá veg-
legri en endranær.
I hinum fyrstu sálmabókum, sem gefnar voru út eftir
siðaskiftin, (bókum þeirra biskupanna Olafs, Marteins og
Oísla), voru engin lög á nótum. Guðbrandur biskup Þór-
láksson var hinn fyrsti, sem gaf út sálmabók á íslenzku
með nótum og var það árið 1589, en mjög er þeirri út-
gáfu ábótavant; miklu betri er útgáfa Ouðbrandar af
þessari bók 1619. En í bókum þessum eru ekki lög
nema við lítinn hluta sálmanna, og þurfti því að ráða
bót á því. Þá var það að þessi sami áhugamikli og
starfsami biskup gaf út árið 1594 Grallarann eða íslenzka