Skírnir - 01.12.1906, Side 13
Skirnir.
Islenzk þjóðliig.
301
mjög algengt. Var þetta mjög komið undir kunnáttu og
smekkvísi presta og forsöngvara eða annara, sem söngn-
um stýrðu. Færeyskur maður, Nicolaj Mohr að nafni,
ferðaðist hér um land 1780—81 og lætur hann í ferða-
sögu sinni alls ekki illa af kirkjusöng vorum; segir hann
að kirkjusöngurinn sé venjulega í allgóðu iagi, því nót-
urnar við þann og þann sálm í Grallaranum standi við
1. versið, en eftir Grallaranum hafl prestarnir lært að
syngja í skólunum. Söngurinn só venjulegu laus við alt,
sem kallað sé skemtilegt, en hann i'ari eins skipulega
fram og auðið sé hljóðfærislaust.
Mjög marga menn mætti nefna, sem á þessu timabili,
1600 til 1800, hafa verið mjög vel að sér í söng og haft
framúrskarandi hljóð og eru ýmsir slíkir nefndir í þjóð-
lagasafninu, en því er sleppt hér. Arngrímur Jónsson
liinn lærði (f 1648) var mjög vel að sér i söng og söng-
fræði eins og i flestum öðrum fræðigreinum; átti hann i
ritdeilu við Blefken nokkurn, sem gaf út kver um Island
1607 og bar oss illa söguna í flestum greinum og þar á
meðal að því er söngþekkinguna snerti. Ritaði Arngrím-
ur djarforða ritgjörð á latínu á móti þessu og gaf hana
út á Hólum 1612; tók hann þar drengilega málstað vorn,
taldi Islendinga allgóða söngmenn og skýrði frá, að þeir
bæði byggju til hijóðfæri og semdu lög.
Um aldamótin 1800 má segja að byrji nýtt tímabil í
söngsögu vorri að því leyti að þá, 1801, kom út í Leir-
árgörðum ný sálmabók, sem átti að koma í stað Grallar-
ans og ryðja honum úr vegi. Var Magnús Stepliensen
konferenzráð höfuðfrumkvöðull þessarar breytingar og
hefir hann skrifað bæði formála og eftirmála fyrir
bókinni. Þrjú lög eru með nótum í bókinni og
er það í f y r s t a s i n n að hér voru p r e n t -
aðar slíkar nótur, sem nú tíðkast. I eftir-
málanum er stutt ágrip af söngfræði og ýmsar reglur
fyrir söng, en ekki er þetta nema 9 bls. Þetta er hin
fyrsta ritgjörð uin söngfræði, sem út kom á prent hjá oss
frá því Grallari Þórðar biskups Þorlákssonar kom út 1691,
og eru oss hér í fyrsta sinni sýnd þau nótnamerki, sem