Skírnir - 01.12.1906, Síða 15
Skírnir.
Islenzk þjóðlög.
30»
lærða skólann og stóð svo fram yfir aldamót. Gaf Jónas
út söngfræði með nýrra og betra sniði en áður var og
einnig allmörg hefti með sönglögum, mest útlendum lög-
um en með íslenzkum textum; hafa hefti þessi stutt mik-
ið að því að útbreiða söng og sönglega þekkingu vor á.
meðal. Einnig kendi hann mörgum að leika á Harmoni-
um og hafði styrk til þess af landssjóði. Steingrímur
var söngmaður góður og smekkmaður í söngkenslu og
betri söngstjóri í samsöngvum en vér höfðum átt áður að
venjast.
A 19. öldinni höfum vér átt marga ágæta söngmenn
bæði í gömlum og nýjum söng; eru ýmsir þeirra taldir
upp í þjóðlagasafninu, en hér er ekki ástæða til þess.
Hafa góð og mikil hljóð stundum lagst í ættir og gengið
að erfðum mann frá manni, eins og t. d. í Thorarensens-
ættinni og Blöndalsættinni og fleiri ættum. Var tvísöngur
mjög tíðkaður á fyrri hluta aldarinnar, bæði í kirkjum
og heimahúsum, bæði í sálmalögum og verzlegum lögum og
á stöku stað í landinu var hann um hönd hafður fram í
aldarlok og er enn.
Jafnframt því sem gamla söngnum hefir óðurn hnign-
að síðan um miðja 19. öld að bækur þeirra Særnundsens
og Guðjohnsens komu út, hefir hinum nýja söng stöðugt
farið fram síðan. Söngfélög hafa verið mynduð á nokkr-
nm stöðum, bæði i kaupstöðum og til sveita; hið elzta í
Reykjavík 1862; samsöngvar hafa verið haldnir, hinn
fyrsti 1854 í Reykjavik undir stjórn Guðjohnsens; söng-
bækur hafa verið gefnar út, einkum sönglagasöfn með
íslenzkum textum en útlendum og nokkrum innlendum
lögum; ýmsir hafa nú á síðustu áratugum fengist við að
semja lög bæði fyrir eina rödd og fleiri, bæði fyrir bland-
aðar raddir og karlmannaraddir eingöngu, og hefir nokkuð
af þessum innlendu lagsmíðum verið gefið út á prent.
Kirkjusöngurinn hefir tekið miklum bótum; sálmasöngs-
bækur með fjórum röddum hafa verið gefnar út oftar en
einu sinni, svo og íslenzkur hátíðasöngur. Fjölda margir