Skírnir - 01.12.1906, Side 29
■Skirnir.
Ferðaþættir frá Bretlandi.
317
horfa á hina rauðu íkorna, sem voru að leika sér í lim-
inu. Frá Keswick fórum við ýmsar smáferðir um vatnið
og nágrennið, meðal annars til Ladore Falls, það
•eru háir og fagrir fossar í skógivöxnu klettagljúfri suður
af vatninu. Þar er stórt »hotel« fyrir neðan gljúfrið og
merkilegt að það skuli geta borgað sig, en líklega dvelja
þar margir að sumarvistum. Fossinn rennur í mörgum
bunum niður stórgrýti, en er fremur vatnslítill. Gljúfrið
er allhrikalegt en upp úr urðinni eru hávaxnar eikur,
standa sumar jafnvel utan í berginu og á bergsnösum og
hylja nærri gilið.
Margt mætti fieira skrit'a um Vatnalandið, en hér er
eigi rúm til þess, enda dvöldum við þar stuttan tírna og
fórum þaðan beina leið til Skotlands.
III. East Fife og St. Andrews
I júlímánuði 1905 dvaldi eg rúma viku í þeim hluta
Skotlands, sem heitir East-Fife á ströndinni norðan við
Firth of Forth. Fjölda margir Islendingar liafa séð þessa
strönd í fjarska á innsiglingu til Leith, en fáir munu hafa
komið þar eða ferðast um landið. Það sem dró mig
þangað var jarðfræði þeirra héraða, sem að mörgu er
merkileg. Þar sem sjórinn heflr brotið landið sjást eld-
gamlar, stórvaxnar gígaraðir, þó ekki eldborgirnar sjálfar
eins og vér erum vanir að sjá ofanjarðar, heldur þver-
skurður hinna fornu eldrása í jarðskorpunni; tíminn hefir
eytt sjálf eldfjöllin; en gangar eða vegir eldleðjunnar
neðan að sjást þvi betur. Hinn víðfrægi jarðfræðingur
Sir Archibald Geikie í London hefir snildarlega lýst jarð-
fræði þessara héraða og vænti eg að fá þar mikla fræðslu