Skírnir - 01.12.1906, Page 30
318
l'eröaþættir frá Bretlandi.
Skirnir.
um ýmislegt, er byggingu eldfjalla snerti, og fekk hana
líka. Sir Archibald Geikie er einn hinn mesti
jarðfræðingur sem nú er uppi og eflaust langfremstur
allra í því er snertir rannsókn eldfjalla; bækur hans í
þeirri grein eru hin mestu snildarverk; hann er ágætur
rithöfundur og eru rit hans einstaklega alþýðleg og fjör-
ugt skrifuð; hann hefir hið mesta lag á að gjöra torskilim
efni ljós og skiljanleg. Hann er mjög fjölhæfur og má
heita jafnvígur í öllum greinum jarðfræðinnar. Af ótal
ritum, sem hann heflr samið, má sérstaklega nefna hið
mikla rit um forn eldfjöll á Bretlandi; það er fyrirmynd
allra bóka í þeirri grein. Sir Archibald ei skozkur að
kyni og er fæddur í Edinburg 1835, varð þar háskóla-
kennari 1870, tók lengi þátt í jarðfræðisrannsóknum á
Skotlandi og varð 1881 formaður fyrir jarðfræðisrann-
sóknum á öllu Bretlandi og var þá herraður; nú er liann
framkvæmdarstjóri í hinu mikla vísindafélagi Breta
(Royal Societv). Bróðir hans James Geikie (f. 1839)
er einnig ágætur jarðfræðingur, en hefir því nær eingöngu
fengist við ísaldarrannsóknir; hann er skáld gott og hefir
þýtt Heinrich Heine á ensku.
Járnbrautin liggur frá Edinburgh fyrst sunanfjarðar
og síðan yfir hina nafnfrægu Forth-brú, sem mörg-
um íslendingum er kunn. Brúin er eitt hið mesta trölla-
smiði og einstök í sinni röð, hún er 2765 enskar stikur
á lengd (4533 ísl. álnir), var bygð á árunum 1883—90
og kostaði nærri 60 miljónir króna; aðalbogar brúarinn-
ar eru 1700 fet á lengd og um flóð er frá sjó 151 feta
hæð undir þá, en brúarturnarnir, sem að nokkru leyti
bera smiðina, eru 360 feta háir; dýpstu grunnsteinar
liggja 88 fet undir sævarmáli. Undirbyggingin er öll úr
graníti, en sjálf er brúin úr járni og málmþunginn i
brúnni allri 50 þúsund smálestir. Norður með ströndinni
eru margir smábæir og eru þar víða baðstaðir; koma
þangað margir baðgestir frá Edinburgh, Leith, Glasgow og
öðrum nálægum bæjum. Við settumst að í bænum Elie