Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1906, Síða 31

Skírnir - 01.12.1906, Síða 31
Skirnir. Ferðaþættir frá Bretlandi. 319' og vorum þar tvo daga. E1 i e líkist öðrum bæjum á þessari strönd og er langur og mjór með sjó fram, liúsin eru flest lág, bygð úr sandsteini, sterkleg, veggjaþykk og skrautlaus, en með mörgum strompum. Þó bærinn sé örlítill eru þar þrjár kirkjur handa trúflokkum þeim sem þar búa. Kirkjugarðar eru kring um kirkjurnar og eru þeir grasflatir með standandi legsteinum, en þar er enginn greinarmunur leiða og engar grindur kringum hina ein- stöku reiti. Landið er að mestu bert og skóglaust hér í kring og sprettur lítt í görðum sakir sjólofts. Hvergi var skjól að fá i sumarhitanum, sem nú var mjög mikill. Allstórir skógarlundir eru þar reyndar við bæinn, en þar má enginn koma, skógarnir eru umgirtir af háum múrum og eignir einstakra auðkýfinga, sem eiga sér þá til gam- ans og hafa fyrir dýragarða, skjóta þar dýr og fugla með vinum sinum einu sinni eða tvisvar á ári, en fólkið fær ekki að koma þar. Slíkt er algengt á Skotlandi, að auðmennirnir hafa lagt undir sig skógana, svo þeir eru til engra nota fyrir landslýðinn. Fram með ströndu eru hjá Elie miklar fjörur og í fjörunum norður af bænum og suður með Largoflóa má sjá hinar einkennilegu fornu gosmenjar, sem fyr gátum vér. Grundvöllur þessara héraða eru ýmsar myndanir frá kolatíma, einkum sandsteinn og fiögur, hafa eldgosin brotist gegnum þessi lög og svo hefir sjórinn brotið framan af ströndinni. Eldgosapípurnar sjást þar í sandsteininum fullar af ösku og hraunmolum (móbergi og þussabergi) með innskotsgöngum af blágrýti. Eldfjalla- opin eru sum regluleg, kringlótt eða afiöng ineð hring- skiftum lögum, móbergið og þussabergið stendur sumstað- ar upp úr sandsteininum með margvíslega löguðum hnúskum og dröngum, sem sjórinn hefir etið í sundur; sumstaðar eru blágrýtisgangar eða stuðlabergslög. Stærstu opin eru um enska mílu að þvermáli, en fiest eru miklu minni. Svipaðar myndanir eru víða í móbergshéruðum á Islandi, en þeim hefir enn lítill gaumur verið gefinn. Þegar eg hafði skoðað ströndina beggja megin við Elíe
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.