Skírnir - 01.12.1906, Side 43
Skírnir.
Hólar í Hjaltadal og Hólabiskupsdæmi.
331
þcim, er vilja fá gleggri skýring á því, til þeirrar rit-
gerðar, sera auk þess heíir mjög mikinn fróðieik að geyma
viðvíkjandi Hólum eins og þar var umhorfs á 17. og 18.
öld.
Sagt er að Oxi Hjaltason léti fyrstur reisa kirkju á
Hólum. Er í frásögur fært, að það hafi verið vandað liús
•og að »sú kirkja hafi mest gjör verit undir tréþaki á Is-
landi« og hann hafi gefið til hennar »mikil auðræði« og
látið þekja með blýi. »En sú kirkja brann upp með öllu
sínu skrúði ok leyndardómi Guðs«. Eftir að Hólar voru
orðnir að biskupssetri útheimtist eðlilega stærra guðshús
en áður. Jón biskup ögmundsson lét því reisa kirkjuna
af nýju, og »spnrði ekki til þeirrar kirkjugjöi'ðar, þnt er
þá væri meiri guðsdýi'ð en áðr«. Sú kirkja stóð þar til
á dögum Jörundar biskups Þorsteinssonar. En hann lét
reisa kirkjuna nf nýju og vnr það allmikið hús »50 ál. á
lengd, kórinn 17 nl breiður, framkirkjan 19 ál. á breidd
en 13 ál. á hæð, stöpullinn 18 ál. á lengd og breidd«.
Stóð þessi kirkja þar til á dögum Péturs biskups eða í
liðug 100 ár, að hún féll niður til grunna 1394. Pétur
biskup lét reisa kirkjuna aftur, og er sagt að á þessari
kirkju hafi verið 38 glergluggar. Eigi verður betur séð,
en að þessi kirkja hafi staðið í rúm 200 ár, og það hafi
verið sama kirkjan sem brotnaði í ofveðii á efstu árum
Guðbrandar biskups. Þá var gjörð kirkja á Hólum, en
miklu minni var hún. En sú kirkja var rifin 1754, og
var þá nftur reist kirkja at' nýju úr rauðum sandsteini úr
Hólabyrðu, gengu mörg nr til byggingarinnar, voru bænd-
ur í Skagnfirði skyldaðir til að flytja heim efni til kirkju-
byggingarinnnr; þótti þeim það allþung kvöð og óeðlileg,
var kurr í mönnum út af því, cn greiddist þó úr er til
kom. Iviikjnn vnr vígð af biskupi sjálfum 25. s. e. tr.
1764, og ei' það. sama kirkjan, sem enn stendur þar með
dálitlum viðgerðum. Hún er með forkirkju 41 al. á lengd,
15 áln. á breidd. Forkirkjan er 8 ál. á lengd og 10 ál.
á breidd. Tvennar dvr eru á kirkjunni, aðaldvrnar á
vesturstal'ni inn í forkirkjuna, hinar dyrnar á miðri suður-