Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1906, Page 45

Skírnir - 01.12.1906, Page 45
Skirnir. Hólar í Hjaltadal og Hólabiskupsdærai. 333 voru skreyttar rnyndum, sem áttu að tákna ýmsar dygðir, hreinlífið, eindrægnina, forsjálnina osfrv. Á hinum eldri Hólakirkjum var aðalkirkja, kór og stöpull, og á dögum katólsku biskupanna sérstaklega hat'ði kirkjan að geyma marga og merkilega dýrgripi. En eins og áður er sagt létu Danir sópa greipar um það eftir dauða Jóns biskups Arasonar. Þó voru margir dýrir gripir í kirkjunni síðar eins og biskupskápan og altarisbríkin. En fiestar af þessum fornmenjum hafa verið teknar frá kirkjunni, og síðustu leifarnar að heita má hirti forngripasafnið nú fyrir nokkrum árum. í Árbók hins ísl. fornleifafélags 1888— '92, bls. 90—107 er lýsing á þeim gripum sem í kirkjunni voru 1886 og iegsteinunum í gólflnu. Af fornum byggingum, sem lengi stóðu á Hólum og afarmikil eftirsjón er í, að rifnar skyldu vera, má sér- staklega nefna Auðunnarstofuna. Auðunn biskup var á Hólum eftir aldamótin 1300. Hann var rausnarmaður hinn mesti, ágjarn til fjár og valdafíkinn, en gleðimaður, þó gamall væri. Þótt hann ætti í deilum við höfðingja, sigraði hann þá til vinfengis við sig með gestrisni og höfðingsskap. Máltæki hans var: »gangit til borðs ok tii þess, sem Guð gefr, verit ekki reiðir matnum þó at þér ,sét mér reiðir«. Hann lét gjöra timburstofu á Hólum og flytja til hennar timburstokka sunnan af Seleyri, lík- lega sunnan um Kjöl; þætti það erflð leið nú. í stofuna lét hann gera steinofn og fékk til hans grjót úr Raftahlíð (Hólabyrðu). Stofa þessi stóð eins og áður er sagt í 500 ár, og eftir því sem Espólín segir, er bjó í Yiðvík, þegar hún var rifin, gæti hún staðið enn þann dagídag, og verið til minningar um atorku og rausn Auð- unnar biskups Þorbergssonar. Eins og auðvitað er voru húsin mjög mörg á staðn- um, þar sem svo margt fólk var saman komið. Ekki þarf annað en að hafa það liugfast, að þar var biskups- ■setur, að þar var latínuskóli handa alt að 24 nemendum ■og að þar var prentsmiðja, enda segir síra Jóhann, að húsunum sé alt af fjölga eftir úttektunum að dæma og að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.