Skírnir - 01.12.1906, Síða 48
336
Islenzk höfuðból.
Skirnir.
-60 kr. og leigu eftir hvert kúgildi 12 kr., þá yrðu tekj-
urnar af þessum jarðeignum 39,420 kr. Á þessu hvíldu
afarmikil útgjöld á tíð lúthersku biskupanna, t. d. allur
kostnaður við skólahaldið. En það getur gefið manni
hugmynd um, að tekjur síðustu katólsku biskupanna voru
eigi smáar. Áreiðanleg vissa er fyrir því, að tekjur stóls-
ins hafa verið mestar á tímabilinu 1450—1550. En jarð-
-eignir þær, sem Jón biskup Arason komst höndum yfir,
féllu flestar undir konung, eða til erfingja biskupsins.
Eg hef nú farið yfir sögu Hóla og Hólastóls í fám
orðum frá því fvrsta Hólar koma við söguna. Eg hef
leitast við að gera skiljanlegt, eftir því sem hægt er í
■stuttri ritgerð, hvernig vegur stólsins jókst smátt og smátt
á katólska tímanum, og drepið á, hvernig honum hnignaði,
eftir síðabótina. Eg hef viljað sýna, að saga Hóla er
nátengd landssögunni, eigi all-lítil þáttur úr henni. Minn-
ingin um Hóla er því tengd minningunni um liðna æfi
þjóðarinnar í heild sinni. Meðan saga íslenzku þjóðarinn-
,ar geymist, geymist einnig saga Hóla, svo miklir og
merkilegir »straumar« hafa runnið út frá Hólum og átt
svo verulegan þátt í kjörum þjóðarinnar. Eg hef viljað
vekja hjá lesendum hlýjan hug til Hóla, ræktarsemi til
þessa fornhelga staðar, sem svo margar minningar eru
tengdar við, eg hef óskað þess að hugir lesendanna væru
»heima« á Hólum. En eg óska þess einnig, að Hólar
■eigi enn þá eftir að verða menningarstöð fyrir hið
»Unga Island«.
BJÖKN JÓN880N.