Skírnir - 01.12.1906, Síða 64
Skírnir.
Stjórnarskrá Firma hin nýja.
Þess munu vera fá dæmi í sögu þjóða og ríkja, að
sami þjóðhöfðingi hafist jafnólíkt að og Rússakeisari gerði
í sumar, er hann ritaði sama dag (20. júlí) undir úrskurð
um að rjúfa fulltrúaþingið nýstofnaða í Pétursborg, af
því að það var ekki nógu bljúgt og íhaldsamt, o g undir
stjórnarskrá Finna hina nýju, er stjórnlagafróðir menn
segja að vera muni að mörgu leyti einhver hin frjálsleg-
,asta í heimi, jafnvel töluvert á undan öllum öðrum stjórnar-
skrám í sumum greinum.
Og gat þó varla heitið, að rússneska þingið væri ann-
,að en ráðgjafarþing.
Sú er ein sennileg skýring á þeim mikla mun, að
keisari á öðruvísi gerðum mönnum á að skipa sérjtil að-
stoðar i landsstjórnarmálum á Finnlandi en á Rússlandi.
Það kom í ljós óstjórnarárin um og eftir aldamótin síð-
ustu, að Finnar eiga sér margt þjóðrækinna göfugmenna
meðal valdsmanna landsins og dótnara. En á Rússlandi
hefir lengi farið hið versta orð af embættalýð og valds-
manna fyrir ótrúmensku, rangindi og gjörræði. Keisari
verður að sjá nær alt með annara augum í sínu afarvíð-
lenda ríki. Því fer sem fer.
Hin nýja stjórnarskrá á Finnandi gekk í gildi 1. oktbr,
í haust, og hafa varla gagngerðari né sneggri umskifti
orðið í þingstjórnarlögum nokkurs lands eða ríkis. Eldra
fyrirkomulagið var svo forneskjulegt orðið og hjáleitt við