Skírnir - 01.12.1906, Qupperneq 65
Skírnir
Stjórnarskrá Finna hin nýja.
353
það sem gerist annarsstaðar, að með liku sniði er alls
•einu ríki stjórnað, smáríkinu Mecklenburg á Þýzkalandi;
en þetta, sem við tók af því, ekki einungis jafnfrjálslegt
eg framast gerist um vora daga, heldur þar langt á undan,
svo langt, að litlar horfur eru á að það verði upp tekið
jafnvel í mestu framfaralöndum hér í álfu heilan manns-
aldur, ef ekki lengur.
Fjórskift var þingið áður á Finnlandi; lendir menn,
kennimannahöfðingjar, borgarar og bændur þinguðu hverir
sér, eins og siður var víða á miðöldum; og kosningar-
réttur misrífur og mjög einskorðaður. Eftir nýju stjórnar-
skránni er þingið alveg óskift eða ein málstofa, og kosningar-
réttur ekki einungis óvenju-víðtækur og jafn öllum kjós-
endum, heldur er konum jafnt sem körlum ætlaður bæði
kosningan’éttur og kjörgengi á þing.
Eldri stjórnarlögin voru frá tíð Grústafs III í Svíþjóð
eða árunum 1772 og 1789. Þau héldust að miklu leyti er
landið gekk undir Rússa, 1809, og alla tíð úr því, að því
fráskildu, er keisarinn, sem nú er, Nikulás II, sýndi sig i
að vilja traðka þeim fyrir nokkurum árum. Faðir hans,
Alexander III, rífkaði meira að segja rétt þingsins: veitti
þvi lagafrumkvæðisrétt 1886. Það hafði áður haft að eins
neikvæðisrétt í löggjöf og fjárveitingum. Meira en hálfa öld
eftir það er Rússar eignuðust landið, eða árin 1809—1863, var
þing aldrei háð, með þvi að keisari var ekki beintskyld-
ur til þess að lögum. En eftir það 5. hvert ár, og var
það nýmæli upp tekið í stjórnlagaréttarbót 1869.
Nú skal halda þing á hverju ári, og kosningarrétt
hefir nær hver maður í landinu, karl og kona, er hefir
fjóra um tvítugt. Ekki er að því farið, hvort kona er
gift eða ógift.
Það er eindæmi hér í álfu, að karlmannalýður láti
lausan einkarétt þann til að ráða lögum og lofum í landi,
er hann hefir haft öldum saman eða alla tíð frá því er
fyrst gerast sögur, bæði kosningarrétt á þing og kjörgengi.
Hitt er og fágætt mjög, að lendir menn og annar
höfðingjalýður sýni af sér það göfuglyndi og þá ósérplægni,
23