Skírnir - 01.12.1906, Page 82
370
Ritdómar.
Skírnir.
LJÓÐMÆLI eftir Grim Thomsen. Nýtt og gamalt. Rvik. 1906. VIII -h
134 bls. Með mynd höf.
RÍMUR af Búa Andriðssyni og Friði Dofradóttur eftir Grím Thomsen.
Rvík 1906. 60 bls.
Ljóðniælin eru þau setn prentuð voru 1880 og svo nálega ölt
önnur kvæði, sem til eru eftir Grím og ekki voru prentuð í Ljóð-
mælunum, sem komu út í Khöfn 1895. Meö rímuuum eru þá
sama sem öll ljóð Gríms komin á prent og aðgengileg alþ/ðit
manna. Gott verkefni væri að lýsa þessu einkennilega skáldi í
langri ritgjörð. Þó verður það ekki gjört hór að þessu sinni.
Skáld má af mörgu þekkja. Eitt er — lestrarmerkin í kvæð-
unum; þau s/ua tegund málsgreinanna. Gáum t. d. að innskots-
setningum Gríms, athugasemdunum milli strika, og tökum eftir
því, hve oft hanu byrjar málsgrein með »en —«. Þetta »en« með
striki á eftir er eitt af einkennum Gríms. Að gamni mínu kast-
aði eg lauslega tölu á þær málsgreinar í kvæðum hans, sem byrja
svo. Mér taldist þær um 180. Og hvað tákna öll þessi »en—«?
Þau tákna athugasemdina, leiðréttinguna við það sem á undan er
komið, þau eru lóðin, sem skáldið leggur í vogarskáliua til að-
jafna mundangshallann. Það eru »en —« lífsreynslunnar, hygn-
innar, viðvörunarinnar, það eru »en —« undantekinganna, and-
stæðanna. Grímur er skáld hinna stuttu, gagnorðu athugasemda.
Styrkur hans er hið kalda, rólega mat á því sem hann lysir.
Orð hans eru tildurslaus og traust — standa á gömlum merg, og
séu setningarnar stundum stirðar, þá eru þær sterkar. Hann
smíðar oft upp úr gömlu brotasilfri sagna og kvæða. Stundum
gerir hann lítið annað en að ríma söguna, en í kvæðinu heldur
hún trúverðugleik sínum óskertum og sígur á með eðlisþunga
efnisius sjálfs. List Gn'ms er að finna efnin og skila þeiru óskemd-
um í kvæðum, fremur en að yngja þau upp og breyta þeim til
batnaðar. Alt fornt og einrænt er hans uppáhald. Og skrítið er
það hvernig hversdagshugsanir — jafnvel karlanöldur verður ein-
kennilegt og aðlaðandi, ef Grímur segir það. Það gerir »mergur
málsins«, stíllinn, orðalagið.
Rímurnar af Búa og Fríði eru ekki rímur í venjulegum skiln-
ingi. Þær eru ekki kveðnar undir rímna háttum. Þær bera flest
hin sömu einkenni og önnur ljóð Gríms sögulegs efnis. Fríður
Dofradóttir er ein hin glæsilegasta kona, sem æfint/ri segja frá,
sjálfstæð, vitur, kvenleg og óeigingjöru fremur flestum konum.
Þetta hefir eflaust dregiö hug skáldsins að henni. Hitt þó líklega.