Skírnir - 01.12.1906, Síða 83
Skirnir
Ritdómar.
371
ekki síður freistað hans, að l/sa li'fi, starfi og híbylaháttum jötna
og dverga í skauti fjallanna. Ekki bindur skáldið sig við frásögn
Kjalnesingasögn, on mjög efasamt er, hvort hann hefir breytt
henni til batnaðar, þar sem hann víkur frá. Hann lætur t. d.
Fríði giftast Búa og flytja með honum til íslands. Saga Jökuls
sonar þeirra verður þvt alt önnur. Skilnaður Búa og Fríðar og
fundur feðganna, Búa og Jökuls, sem sagan segir frá, fer því
forgörðum, en í þeim tveim atriðum finst mér hjarta sögunnar
sjálfrar slá.
Frágangur beggja bókanna er vandaður og eru þær góðir gestir.
G. F.
*
* *
I AFTURELDING. Nokkrar greinar um landsmál. Eftir Guðm. Hannesson.
Akureyri 1906. Bókaverzlun Odds Björnssonar. 132 bls.
»Það er komin afturelding«, ’en hamingjunni sé lof fyrir að
ekki verður sagt: »alt er dauðakyrt og hljótt«, því þögnina
ryfur rödd, skær og snjöll; á hana mun hinn vaknattdi landsl/ður
hlusta. Það er rödd Guðm. Hannessonar. Hann hefir með höndum
erindi, sem varðar hvern mann í þessu landi. Hann talar um
sjálfstæðismál íslands. Hann hefir séð fast og sk/rt markmið, sem
hann telur þjóðintti lífsnauðsyn að stefna að — róa lífróður að, en
það markmið er fult sjálfstæði íslands, að ísland verði sérstakt
ri'ki, helzt án sambands við nokkurt annað ríki. Hann lítur yfir
ástandið eins og það er, hann lítur yfir sögu vora og reynslu um
sambandið við önnur ríki og finnur þar með blóðugu letri skrifuð
orðin MENE TEKEL! og hið sama finnur hann í reynslu annara
þjóða í þessu efni. Hann athugar leiðirnar sem liggja að þessu
markmiði, að Island verði sjálfstætt riki, án sambands við önnur
ríki; hann tekur til meðferðar mótbárurnar, sem hann hefir heyrt
og honum hugkvæmst, og vegur þær hverja af annari á vog sinnar
skyru og rökföstu hugsunar. Hér er engin hugsanaþoka, enginn
tvíveðrungur, en drengileg leit eftir sannleikanum, laus við allan
flokksríg, þjóðargorgeir og hatur. Framsetningin er svo ljós og
snjöll, að unun er að. Þessa bók verða því allir hugsandi íslend-
ingar að lesa, því allir flokkar mega mikið af henni læra. Gaman
væri að lifa í því landi þar sem slíkt rit væri gefið út á alþjóðar-
kostnað með einróma samþykki allra þingflokka og útb/tt gefins.
Það þ/ddi viðurkenning frjálsrar hugsunar í stjórnmálum. Líklega
gerir þingið það ekki, en bókin verður líka lesin fyrir því. Hún