Skírnir - 01.12.1906, Page 84
372
Ritdómar.
Skírnir.
verður ekki þöguð í hel og deyr ekki af axlayptingum. Bókiu er
æskunni helguð, og víst mun æskan þakka fyrir gjöfina, því síðau
Jón Sigurðsson leið, hefir varla annar ritað um sjálfstæðísmál vort
af svo mikilli víðsýni og drengskap, sem Guðm. Hannesson. G. F.
* *
*
ÓDAUÐLEIKI MANNSINS.
Svo heitir lítil bók eftir James prófessor í sálarfræði við
Harwardháskóla í Ameríku.
Magister Gnðm. Finnbogason hefir snúið þessu kveri á íslenzku
og það svo gott mál, að unun or að lesa og þökk só houum fyrir.
Bæði trúaðir menn og vantrúaðir munu lesa þetta kver með
ánægju, og það hefir þann kost fram yfir »Kverið«, að það gjörir
vantrúaða menn trúaðri á annað líf en þeir máske voru áður.
Prófessor James er hálærður vísindamaður og þekkir meðal
annars út í æsar alt sem lífseðlisfræðingar nútímans vita um h'k-
ama og sál mannsins. Hann er andríkur og háfleygur í hugsunum
og er því skemtilegra að lesa það sem hann ritar en það sem vant
er að rita um sams konar efni.
Hanu viðurkennir að materialistar hafi rétt fyrir sór í því, að
vór igmramus, þ. e. þekkjum ekki upptök lífsins né tilurð
meðvitundarinnar, en hann vill eigi taka undir með þeim og segja:
ignorabimus, þ. e. vór nmnum ekki þekkja. Harin vill eigi trúa
því, að vér munum ávalt þurfa að vaða villu og reyk um æðstu
gátur mannsandans, og hann hefir s/nilega velþóknun á þeim
mönnum, sem vilja gjöra sér far um að raunsaka /ms dularfull
fyrirbrigði, og er það lofsverður áhugi hjá sálarfræðingi.
I þessari bók hrekur James tvær mótbárur, sem vantrúaðir
menn eru oft vanir að koma fram með gegn ódauðleikakenningunni.
Fyrri mótbáran er sú sem allir þekkja. Sálin og meðvitundin
framleiðist af efnabreytingum í neilafrumlunum, á svipaðan hátt og
munnvatnið í munnvatnskirtluuum, mjólkin í brjóstunum, þvagið í
n/runum o. s. frv. Þegar líkaminn deyr, deyja frumlurnar, og
með þeim sálin, sem framleiðist af starfi þeirra.
Við þetta gjörir James fyrst þá athugun, að samlíkingin só
ekki rétt. Kirtlarnir sem nefndir voru framleiða einungis efni, sem
eru samkynja þeim efnum er finna má í frumlum þeirra. Hugsunin
er hitts vegar oldungis ósamkynja efnum heilans. En því næst
s/uir hann fram á, að heilinn geti öldungis eins og önnur líffæri
einnig haft aðrar verkanir en þessa framleiðsluverkan, sem kirtlar