Skírnir - 01.12.1906, Síða 101
Grimdvöllur íslenzkrar stafsetningar.
,,Það er eigi komið svo mikið undir þvi, hver stafsetning er höfð;
en sú, sem er höfð, þarf að vera sjálfri sér nokkurn veginn samkvæm;
fullkomin samkvæmni er ómöguleg“. (J. Þ.: „Um r og ur“).
Fyrir rúmum 20 árum ritaði Br. J. í Tim. Bmf. (VI. 246—52) „um
sannan grundvöll stafsetningar11, og hélt þvi þar fram, að stafsetning
íslenzkunnar ætti að vera „svo sarakvæm sem vera má framburði málsins
eins og það lifir hreinast og næst uppruna sinum“. Þótt grein hans
sýni, að táknun hljóðstafanna og fleiri stafa fari alls ekki eftir nútíðar-
framhurði, og hann kannist við, að margar og miklar hljóðhreytingar
hafi orðið á tungu vorri síðan í fornöld, kemur hann þó ekki með neina
hreytingartillögu við stafsetningu nútíðarmanna nema þá, að hætta að
rita é fyrir je. Hann minnist ekki á raddstafina y og ý, þótt hljóð þau,
er þeir hafa táknað, sé horfin úr málinu, að minsta kosti jafnsnemma
og é-hljóðið forna. En ef munurinn á raddstöfum með hroddi og hrodd-
lausum hefir að eins verið lengdar-munur í fornöld, en er nú fólginn i
„raddauka11 eða annarlegum hljóðum, svo að raddstafir með broddi eru
orðnir að „auknum röddum“ eða tvihljóðum, þótt raddaukanum sé ekki
eins háttoð hjá hverjum þeirra, þá er liku máli að gegna um þá alla,
að grundvöllur stafsetningarinnar er þar ekki nútíðar-framburður,
héldur forn ritvenja, og sama er að segja um raddstafina y og ý, tví-
hljóðana au, ei og ey og fleiri stafi. Ritvenja fornmanna hefir helgað
hljóðstöfum með hroddi sæti í íslenzku ritmáli, og samkvæmninnar vegna
virðist eiga hezt við, að vér fylgjum dæmi þeirra i því, að rita eigi að
eins á, í, ó, ú, ý, heldur einnig é, og táknar þá broddurinn sérstakt
hljóð i sambandi við hvern þessara stafa, þótt hljóðið sé nú annað en
fyrrnm var. Það er sjálfsagt öldungis rétt, sem Geir T. Zoéga segir i
formála islenzku orðbókarinnar sinnar (með enskum þýðingum), að hrodd-
urinn yfir e hafi ekki táknað j-hljóð i fornöld; en þetta er ekki næg
ástæða til að hrinda é, því að broddurinn yfir a hefir þá ekki heldur
táknað sama hljóð og nú, heldur verið lengdar-merki, eins og broddurinn
yfir e og öðrum hljóðstöfum. Þar sem Finnur Jónsson segir (Eimr. VII.,
123), að með þvi að rita é fyrir je sé „útlit málsins skrúfað svo sem
fimm aldir aftur í timann11, þá verður slíkt eigi sagt með sanni fremur