Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 2

Skírnir - 01.04.1909, Page 2
98 Pundið. Hann leitar á víðavangi síns anda, sem visnar í sumarandans blæ, og sér að eins öræíi og eyðisæ, þar aldini lífsins í blóma standa, agndofa, þögull í heimsins hjörðu, eitt helkalið fræ, sem dó fyr en það fann jarðveg á jörðu. Hann leitar, hann leitar í hljóðsins heimi og hvelfing ljóssins, en alt er dautt, hvert þankans rúm er svo örent og auttr sem ísvatn í farvegum blóðsins streymi, svo djúpt er himneska djásnið falið, svo dáðlaust og snautt er gjörvalt hans líf og til einkis alið. Dauði og þögn. Þó til grafar hann græfi í glitlausum brotum síns fölnaða prjáls. Hann horfist í augu við svip sín sjálfs og sér að eins skuggann af glataðri æfi. Hans líf var sem helför með hrylling og feiknun> til haugs eða báls — en líkið sjálft hafði svikist úr leiknum. Andvörpin líða frá orðlausum vörum, aflstola skeyti er varpast á bug; bænirnar lyftast af hálfum hug sem hópviltir ungar, seinir í förum, á óravegum, um víðáttu sanda, með vænglamað flug, er falla við sjónhring fjarlægra stranda.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.