Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 6

Skírnir - 01.04.1909, Side 6
102 Um sjúkrasamlög. (5°/oo)- Ef færri hús brenna á ári, en hugað var, þá græðir sjóðurinn, en tapar ef fleiri brenna. Það er fyrsta og helzta undirstöðuatriðið í öllum tryggingarfélögum, að afla sér vitneskju af annara reynslu, eða eigin, fyrir því, hversu mörgum óhöppum og miklum útgjöldum búast má við á hverju ári. Eftir því fara iðgjöldin. Mjög mörg tryggingarfélög eru í þessu sniði, eins kon- ar samvinnufélagsskapur. En þeim getur líka verið þannig háttað, að einn mað- ar (eða hlutafélag) eigi tryggingarsjóðinn, taki t. d. hús í tryggingu, af hverjum sem vill, gegn ákveðnu ársgjaldi, og borgi virðingarverð hússins úr sjóðnum, ef það brennur. Alt sprettur þetta af einni rót, forsjálninni. Forsjálni manna hvetur þá til félagsskapar. Margir saman geta orkað því, sem einum er ofvaxið, og margir saman þola vel það óhapp, sem einn getur ekki risið undir. En hver félagsskapur frjálsra manna verður að hvíla á fullu jafn- rétti; það gera líka öll þessi tryggingarfélög; allir hafa sömu skyldur — um iðgjöld — og allir sömu réttindi — til endurgjalds. Fyrirhyggja og félagsskapur — það er upphaf og endir allrar mannfélagsstarfsemi nú á dögum. Frelsi, jafnrétti og bróðerni — það eru höfuðhugsjónir fjöldans í hverri þjóð. Sjúkrammlög Milliþinganefndin,sem vann að uýju fátækra- og nauðsyn lögunum, safnaði skýrslum um orsakir fá- á þeirn. tæktarinnar, um það, hvers vegna menn fara á sveitina hjer á landi; það var far- dagaárið 1901—1902. Þá voru 2369 þurfamenn á öllu landinu og orsakirnar þessar: Sjúkdómar og heilsubilan . . 753 Ellilasleiki...................53S Geðveiki.......................154 Drykkjuskapur . . . . . 121 Ráðleysi og leti...............287 Barnafjöldi og aðrar ástæður . 516

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.