Skírnir - 01.04.1909, Síða 12
108
Um sjúkrasamlög.
Víða í öðrum löndum hafa verkamenn komið á fót
vinnuábyrgðarsjóðum; ef verkmaður verður atvinnulaus,
fær hann lág daglaun úr þeim sjóð, sem hann geldur til;
í Danmörku hafa nýlega verið sett lög um þessa sjóði
(Lov om anerkendte Arbejdsloshedskasser af 9. April 1907)
og þeim veittur styrkur úr rikissjóði.
Hér er ekki rúm til að ræða frekar um slysfaratrygg-
ingu, öryrkjatryggingu og ellitryggingu; það mun eg gera
síðar; enda hafa sjúkrasainlögin alstaðar verið fyrsta sporið
á þessari alþýðutryggingarbraut og alstaðar talin brýnust
þörf á þeim.
Markmið sjúkra- Sjúkrasamlög mega ekki vera mjög fá-
samlaga og skipu- menn; þá er þeim hætt við sjóðþurð,
lag þeirra. af því að ársútgjöldin verða þeim mun
misjafnari, sem samlagið er fámennara.
Útgjöldiu verða hins vegar þeim mun jafnari, sem fleiri
eru í samlaginu, og fjölmenn samlög eru því jafnan trygg-
ust. Telja má sjúkrasamlag áhættulaust að þessu leyti,
ef í því eru 40—50 menn gjaldskyldir. í flestum (um 79°/0)
dönskum sjúkrasamlögum eru 100—500 manns; fáein (8°/0)
ná ekki 100, en nokkur (13%) eru yfir 500.
Sjúkrasamlög geta verið miðuð við stéttir eða staði.
Það er s t é 11 a r s a m 1 a g, ef t. d. trésmiðir í Reykjavík
stofna samlag út af fyrir sig; þess konar samlög voru
áður mjög algeng í öðrum löndum og eru víða til enn.
Þeim lík eru verksmiðjusamlög, þegar alt vinnufólk í
stórri verksmiðju er í samlagi fyrir sig, einnig náinusam-
lög, þar sem alt vinnufólk í einhverri námu er í einu
samlagi og aðrir ekki. Nú er orðið öllu algengara, að
menn af öllum vinnustéttum ganga í samlög, en binda
þó félagsskap sinn við einhvern s a m a s t a ð, kaupstað,
kauptún, þorp eða hrepp til sveita, svo að þeir einir geta
verið í samlaginu, sem eru heimilisfastir á þvi s v æ ð i,
sem samlagið hefir markað sér. Það er auðvitað, að samlög-
in geta verið fleiri en eitt í sama kaupstað eða sama
hreppi, og eins hitt, að samlag getur náð yfir 2 áfasta