Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 17

Skírnir - 01.04.1909, Side 17
Um sjúkrasamlög. 113 skakt: »Það er öldungis rétt,« sagði kennarinn, »eða með -öðrum orðum hringlandi vitlaust.« Það er öldungis rétt, að alþýða manna á við fátækt að búa, en einmitt þess vegna hefir hún ekki efni á að vera e k k i í sjúkrasamlögum. Fátæklingarnir þurfa um fram alt að vera í sjúkrasamlögum, og það því fremur, sem þeir eru fátækari. Því fer fjarri, að alþýðu- menn séu fátækari hér en í öðrum löndum; ársarður -verkamanna í kaupstöðum og sjómanna er m e i r i hér en víða annarstaðar, þar sem sjúkrasamlög eru komin á fót í hverri sveit. Og það er víst, að allur þorri sveita- hænda hér á landi lifir við meiri efni en t. d. fullur helmingur af bændum í Danmörku; það eru hjáleigubænd- urnir dönsku (Husmænd); þeir búa á smáskikum, þetta 5 dagslátturn, ef vel lætur, eiga eina kú eða tvær, nokkur hæns, eitt eða tvö svín — það er allur bústofninn. Þess- ir dönsku smábændur eru nú allflestir komnir i sjúkrasamlög. Það er öldungis rétt, að alþýða manna hér á landi má illa við nýjum álögum eða útgjöldum. En það er hringlandi vitlaust, að segja um sjúkrasamlög að þau mundu baka alþýðu manna ný útgjöld. Gæti nú hver í sína sveit. Tökum t. d. heila sýslu i huga; okkur mun þá öllum koma saman um það, að á hverju ári verða sýslubúar fyrir mjög miklum veikindakostnaði, miklum útgjöldum fyrir læknishjálp og sendiferðir eftir lækní, fyrir líf og fyrir legukostnað þeirra, sem senda verður í sjúkrahús; og þar við bætist svo alt vinnutjónið, sem af veikindunum hlýzt. En þessi útgjöld koma ekki jafnt niður á alla sýslubúa á hverju ári; sumir sleppa alvég, en aðrir verða hart úti, og margir þeirra standast ekki þennan kostnað, fara á sveitina. En hver maður á veik- indin yfir höfði sér, ef ekki í ár, þá að ári, einhvern tíma fyrr eða síðar, og ef hann er fátækur, þá vofir jafn- an sú hætta yfir honum, að sjúkdómar komi honum á sveitina. Nú skulum við hugsa okkur að alt fólk í einni sýslu ætti heilsu sina trygða í sjúkrasamlögum. Ekki yrðu reikindin meiri fyrir því, og ekki yrði veikinda- 8

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.