Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 28

Skírnir - 01.04.1909, Side 28
124 Síðustu minningarnar. Að því loknu grafa þeir gröfina lítið eitt dýpri; og er þeir hafa varpað moldinni að mestu upp, vegur snögg- klæddi maðurinn sig upp úr gröfinni, skimar sig um, lítur suður fyrir túnið, segir svo við þá, sem fyrir voru: — Nú ætla klárar okkar að taka á rás suður á daL Langbezt, bræður, að taka þá strax, láta húsið geyma þá, svo einn okkar eða fleiri þurfi ekki alt af að vera á þön- um við þá. Búnir að rífa nóg af grasi í kviðinn á sér«. Hinir féllust fljótlega á þetta og skunduðu suður túnið. Þá kemur maður innan úr bænum og út á hlaðið. Hann signir sig, þegar hann kemur út á varinhelluna, styður niður priki, setur hönd fyrir augu, skimar til veð- urs og yfir sveitina. Honum verður litið til kirkjugarðs- ins, og er hann sér mennina þar, þá heldur hann fram á hlaðið í áttina til þeirra, fer höktandi og styðst við prikið. Má sjá, að honum er áhugamál að hraða sér, en þarf þó að fara varlega, því að bæði eru rigningarpollar á hlað- inu, er sneiða þarf hjá, og svo verður að ætla fótunum af, sem auðsælega eru bæði stirðir og þróttlitlir. Maður- inn virðist vera mjög aldurhniginn og er hár hans og skegg fannhvítt. — Guð gefi ykkur góðan daginn, piltar mínir, segir karlinn um leið og hann stumrar inn úr sáluhliðinu. Nú haflð þið tekið af vkkur rekkjuvoðina dálítið á undan Jóni gamla. Búnir að taka gröflna! og hafið tekið hana, — tekið hana hérna! — Já, búnir erum við að því, og þurftum þess líka, því að bráðum fer að verða von á líkfylgd og liki. Þetta er nú heldur ekki svo mikið verk fyrir fjóra unga menn, röskva og hressa í huga: liðugar þrjár álnir á lengd og tæpar tvær á breidd, og, eins og sér, dýptin hæð hans- Gísla þarna. Jarðvegurinn eins og smjör. En settu þig nú niður, Jón minn, og hvíldu þín gömul og lúin bein. Þetta lét Jón gamli sér að kenningu verða, settist niður á leiði eitt þar hjá, tók ofan, virti fyrir sér moldar- binginn, nuddaði augun ofurlítið, virti hann svo aftur

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.