Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 45

Skírnir - 01.04.1909, Page 45
Úr ferðasögu. 141 Latínan og organið, það tvent á vel saman, því að lík- lega er ekkert tungumál eins fært um organtóna eins og latínan, með sínum langt dunandi endingum — Mér virtist il duomo, dómkirkjan í Milano, bera langt af öllum kirkjum, sem eg hefi séð, jafnvel Frúarkirkju í París og Pálskirkju í Lundúnum; og annað eins organ hefi eg hvergi heyrt. Kaþólsku kirkjurnar eru svo dimmar, en myrkrið er holt hjátrú og allskonar sóttkveikjum. En skemtilegt er að þær skuli altaf vera opnar hverjum sem inn vill setj- ast til bænagerðar eða hugleiðinga, eða þá til að hvíla sig. Voldugur vottur eru þessi hátt gnæfandi steinlistaverk um afl trúarinnar og þeirra, sem notuðu trúna í þjónustu vilja síns til valdsins. Og fagrar safnbyggingar eru slík- ar kirkjur, því að sjálfsagt fer tala þeirra vaxandi, sem líta á þessi musteri, sem einu sinni voru hinum trúuðu ímynd himinríkis á jörðunni, eins og nokkurskonar forn- gripasöfn, og minnisvarða yfir einni hinni máttugustu stofn- un mannanna, kaþólska kirkjufélaginu, sem mergsaug hið sterka Rómaveldi, og erfði nokkuð af afli þess i annari mynd. En þó mun vera of fijótt að líta svo á, því að fleira er í þeirri kirkju siungt en sóttkveikjurnar, sem þrífast svo vel í rökkrinu og vígsluvatninu. Oghver veit nema nýtt heimskuflóð eigi eftir að ganga yfir löndin, og eigi virðist það fjarri óskum ýmissa þeirra, sem mestan hafa raáttinn. VIII. Norður yfir fjöilin. 1. Veður hafði verið óvanalega skínandi bjart yfir Alpa- fjöllunum þessa daga, og svo mjög sem mig langaði til að dvelja nokkra daga á Ítalíu, þá þorði eg ekki að eiga undir því að bjartviðrið héldist. En aðalerindi mitt var

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.