Skírnir - 01.04.1909, Síða 51
Mærin frá Orléans.
Alþýðu-erindi.
i
Ub,
Af öllum þeim konum, sem veraldarsagan talar um,
er engin mér jafn-lifandi fyrir hugskotssjónum eins og
mærin frá Orléans, Jeanne d’Arc. Þetta mun meðfram
koma af þvi, að eg hefi lifað 6 mánuði í Orléans; þar er
ekki hægt að þverfóta án þess að vera mintur á hana á
einhvern hátt.
Strætið, sem ber nafn hennar (rue Jeanne d’Arc), er
fult af búðum; þar er ekki annað selt en myndir af henni
og ýmsir smámuuir til minningar um hana; á stærsta torgi
borgarinnar — Martroi — er fagurt líkneski af henni á hest-
baki; annað líkneski af henni er fyrir framan ráðhúsið,
og hið þriðja hinumegin við brúna yfir Loire, í frambæn-
um Olivet.
Merkilegasta safnið í Orléans er helgað Jeanne d’Arc
og öllu því er viðkemur sögu hennar. Þar má sjá merki
það, er hún sjálf bar eða lét bera, í broddi fylkingar allan
þann tíma, sem hún var fyrir liði Frakka. Merkisblæjan er
fannhvít og þar á dregin mynd lausnarans; englar eru
til beggja handa og rétta liljur að Kristi — en liljublómið
var einmitt merki Frakkakonunga.
Loks eru aðalatriðin úr sögu Jeanne d’Arcs undur-
samlega vel máluð á gluggarúður dómkirkjunnar St. Croix,
og þykir mesta prýði hennar.
En það er ekki einungis þessir áþreifanlegu hlutir,
sem minna hér á Jeanne d’Arc og hennar tíma, heldur
hefir borgin ýms einkenni, sem ósjálfrátt draga hugann
að liðnum tíma. Auk þess sem sumir borgarhlutar eru
10*