Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Síða 51

Skírnir - 01.04.1909, Síða 51
Mærin frá Orléans. Alþýðu-erindi. i Ub, Af öllum þeim konum, sem veraldarsagan talar um, er engin mér jafn-lifandi fyrir hugskotssjónum eins og mærin frá Orléans, Jeanne d’Arc. Þetta mun meðfram koma af þvi, að eg hefi lifað 6 mánuði í Orléans; þar er ekki hægt að þverfóta án þess að vera mintur á hana á einhvern hátt. Strætið, sem ber nafn hennar (rue Jeanne d’Arc), er fult af búðum; þar er ekki annað selt en myndir af henni og ýmsir smámuuir til minningar um hana; á stærsta torgi borgarinnar — Martroi — er fagurt líkneski af henni á hest- baki; annað líkneski af henni er fyrir framan ráðhúsið, og hið þriðja hinumegin við brúna yfir Loire, í frambæn- um Olivet. Merkilegasta safnið í Orléans er helgað Jeanne d’Arc og öllu því er viðkemur sögu hennar. Þar má sjá merki það, er hún sjálf bar eða lét bera, í broddi fylkingar allan þann tíma, sem hún var fyrir liði Frakka. Merkisblæjan er fannhvít og þar á dregin mynd lausnarans; englar eru til beggja handa og rétta liljur að Kristi — en liljublómið var einmitt merki Frakkakonunga. Loks eru aðalatriðin úr sögu Jeanne d’Arcs undur- samlega vel máluð á gluggarúður dómkirkjunnar St. Croix, og þykir mesta prýði hennar. En það er ekki einungis þessir áþreifanlegu hlutir, sem minna hér á Jeanne d’Arc og hennar tíma, heldur hefir borgin ýms einkenni, sem ósjálfrátt draga hugann að liðnum tíma. Auk þess sem sumir borgarhlutar eru 10*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.