Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 58

Skírnir - 01.04.1909, Side 58
154 Mærin frá Orléans. = ráðaneytið mitt, nefndi hún þær). Eins og ástandið var þá í landinu, var ungri stúlku ókleift að fara ein hæja á milli, enda vissi hún ekki einu sinni, hvar konung var að finna. En »raddirnar hennar« leiðheindu henni einnig í þessu og vísuðu henni á höfuðsmaun konungs, Baudricourt, er var í næstu borg. Frændi hennar einn fylgdi henni til hans og talaði máli hennar, en höfuðsmað- urinn skipaði honum að fara burt með stúlkuna; það væri siálfsagt að hún færi heim til sín aftur og ekki mundi hún hafa ilt af nokkrum kinnhestum; það mundi kenna henni að hætta þessu þvaðri. En Jeanne fór hvergi, og hún talaði af svo mikilli sannfæringu, og svo brennandi áhuga, um að hún væri send af guði til að frelsa Frakkland úr óvina höndum og til að láta krýna Karl konung í Reims- borg, að tveir af riddurum Baudricourts trúðu henni og buðust til að fylgja henni á konungsfund. Þeir skutu sam- an og gáfu henni hest og riddarabúning, enda lagði hún upp frá þessu niður kvenbúning sinn og lét klippa hár sitt. Það var um hávetur í febrúarmánuði 1429, að hún lagði upp í þessa ferð. Allar ár voru uppbólgnar, vegirnir ófærir og altaf mátti búast við árásum af mönnum þeim, ei fóru herskildi um landið. Jeanne hafði ekki nema 5 eða 6 vopnaða menn með sér. En hún lét ekkert á sig fá og hughreysti förunauta sína glaðlega með þessum orð- um: »Ottist ekkert, drottinn sjálfur greiðir götu mína. Eg er til þess í heiminn borin að fara þessa för?« Hún fór aldrei svo fram hjá kirkju, að hún bæðist ekki fyrir eða hlýddi á messur og í allri framkomu sinni var hún svo hógvær, siðvönd og guðhrædd, að hún ávann sér fljótt virðingu og traust förunauta sinna. Eftir 11 daga ferð kom hún til borgarinnar Chinon. Þar var konungur þá staddur. Hún hafði þegar boðað honum komu sína í bréfi og sagt honum, að hún hefði guðlega köllun til að gera hann að löglegum konungi Frakklands, láta krýna hann í Reimsborg og leysa Orláans úr umsát Englendinga. Orð- rómurinn hafði borist á undan henni, og öllum var for- vitni að sjá þessa 18 ára stúlku, sem sagði fyrir óorðna

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.