Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 59

Skírnir - 01.04.1909, Side 59
Mærin frá Orléans. 155 Muti og menn vissu ekki hvort send væri áf drotni eða ■djöflinum, því að margir voru þeir, sem álitu han;'! galdra- konu þegar frá byrjun. Konungur tók á móti henni að kveldi dags, í stórum sal uppljómuðum með 50 blvsum, og að allri hirðinni viðj staddri, mörgum hundruðum manna. Sagt er, að konung- ur hafl með vilja staðið dálitið til hliðar til að villa henni sjónir. En hún gekk rakleiðis til hans, tók ofan, hneigði sig og ávarpaði hann á þessa leið: »fíöfugi konungsson- ur, eg er mærin Jeanne. Konungur himnanna sendir mig til yðar, til þess þér verðið krýndur í Reimsborg og vei'ðið ráðsmaðurhimnaföðurins,sem er hinnisanni konungurFrakk- lands.« Það þótti dásamlegt, að bóndastúlka frá Lothringi skyldi tafarlaust þekkja konunginn innan um alla riddar- ana, sem þó voru klæddir líkt og hann; en samt þótti þetta teikn ekki nægja til að taka trúanlega köllun henn- ar. Hún var send til Poitiers til þess að biskupar og kenni- menn prófuðu hana; Jeanne þótti þetta leitt, að orð henn- ar skyldu vera rengd; en við því varð ekkert gert; hún varð að fara. Sextán lærðir guðfræðingar settust nú við að spyrja hana spjörunum úr; en henni varð aldrei svara fátt. Hún sagði þeim blátt áfram og alvarlega frá vitrunum þeim, sem hún hafði fengið. Einn munkurinn kom með þá mót- báru, að ef guð vildi reka Englendinga úr landi, þá þyrfti hann engan liðsafla til þess. Þá svaraði hún óþolimnóð- lega: »Skiljið þér ekki, að þó að hermennirnir berjist, þá er það guð, sem gefur sigurinn?« Klerkur nokkur frá Limousin — íbúar þeste héraðs þykja ekki tala sem bezt mál — spurði hana, hvaða mál englarnir töluðu. »Betra mál en þér«, svaraði Jeanne viðstöðulaust, svo að menn sjá, að hún var ekki feimin. Loksins kváðust þeir ekki geta trúað, að hún væri send af guði, nema hún sann- aðl það með jarteikni. Hún svaraði stillilega og einarð- lega: »Eg er ekki hingað komin til að gera undur og jarteikn. Það teikn, sem eg geri, er að leysa Orleans úr

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.