Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 69

Skírnir - 01.04.1909, Side 69
Mærin frá Orléans. 165 hjartað og köstuðu því í Signu. Þjóðtrúin segir, að áin haíi borið það til sjávar, en bylgjurnar unnu ekki frekar á því en eldurinn. Það sökk ekki og barst ekki burt, heldur var á verði við strendur Frakklands, svo að her Englendinga kæmist þar ekki á land aftur. Karl 7. hreyfði hvorki legg né lið til að hjálpa stúlku þeirri, sem hann átti að þakka konungdóm sinn, og er það harla óskiljanlegt. Þar kom samt um síðir, að sam- vizka hans vaknaði; þá lét hann taka upp mál Jeanne d’Arcs á ný; 123 vitni voru leidd í því, og kom þá sak- leysi hennar í ljós. Fyrri dómurinn var ónýttur og Jeanne dæmd sýkn saka, en þetta var 25 árum eftir dauða henn- ar, árið 1456. Hér með er saga Jeanne d’Arcs á enda, og hún er stórmerkileg, frá hvaða sjónarmiði sem hún er skoðuð. Ung og umkomulaus stúlka íinnur hjá sér köllun til að frelsa fósturjörðina úr óvina höndum. Hún framfylgir þessari köllun sinni með hugrekki og staðfestu, en jafn- framt með þeirri auðmýkt, að hún gleymir aldrei, að gefa guði dýrðina. Hún er í fylstá skilningi dóttir katólskrar kirkju. En biskup og kennimenn þessarar kirkju dæma hana þó fyrir villutrú. Er hægt að hugsa sér meiri píslarvott en þessa tvítugu stúlku, sem er k^stað á bál og lifandi brend, af því að hún trúir í hjartans einfeldni sinni öllu því, sem henni hefir verið kent í barnæsku um dýrlinga guðs og dásamlegar vitranir þeirra? Því að þó að misjafnlega sé litið á Jeanne d’Arc, þá heíir engum nokkuru sinni dottið í hug að halda því fram, að hún þættist að eins heyra þessar raddir. Hún heyrði þær í raun og veru, hvort sem þær nú komu frá himni eða frá henuar eigin brjósti; og hún fylgdi sannfæringu sinni alt fram i dauð- ann, þennan óttalega dauða á bálinu. Þó að t d. vér Is- lendingar, sem eigum svo bágt með að trúa öðru en því, sem vér getum þreifað á, trúurn ekki fyllilega á heilag- leik hennar, þá heíir hún samt svo marga aðra eiginleika, sem vér hljótum að dást að. Hún var góð og guðhrædd,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.