Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 71

Skírnir - 01.04.1909, Page 71
Mærin fráOrléans. 167 stundu fyrir hádegi, blessaði hann alla pílagríraana í kirk- junni Saint-Louis des Franqais, en þar hafði fögur stand- mynd af Jeanne verið látin á eitt altarið. Um kveldið byrjaði svo sjálf kirkjuhátíðin: Triduum. Svo nefnast þær hátíðir katólskra manna, er standa yfir þrjá daga. Hátíðin endaði að kveldi fimtudags 22. apríl með því að biskupinn í Tivoli hélt lofræðu um Jeanne á ítölsku. Um alt Frakkland hafa sams konar kirkjuhátíðir, Triduum, verið haldnar, en auðvitað bar hátíðin í Orleans af þeim öllum. Hún var með sama sniði og vant var, en miklu tilkomumeiri og stóð í þetta sinn fulla þrjá daga, eða frá kveldi hins 7. maí til 10. sama mán. 40 biskupar sóttu hana og að sama skapi fjölmentu hershöfðingjar og liðsforingjar. Standmyndir Jeanne d’Arcs voru blómum vafðar, og silfurpálmaviðargrein var látin á krossinn, er reistur er hinumegin við Loire, þar sem kvenhetjan mikla varð sár. Stórkostlegur samsöngur (500 söngvarar og ótal hljóðfæri) var haldinn að kveldi hins 8. maí og öll borgin var skreytt fánum og uppljómuð á kveldin. í Parísarborg var hátíðin haldin 14., 15. og 16. mai; í Lyon og Marseille 21., 22. og 23. maí o. s. frv. í sumum borgum Frakklands er hún ekki um garð gengin enn; t. d. á hún að vera í Limoges seinast í júní, í Nantes ekki fyrri en 9., 10. og 11. nóvember næstkom- andi. Þóka Fkidkiksson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.