Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 74

Skírnir - 01.04.1909, Page 74
170 Hitt og þetta um drauma. betur instu slög lifæðar hennarj heldur en þeir menn, sem lifa mestmegnis á yflrborði menningar-glaumsins. Þessi skýring kemur mér í hug, þegar eg hugsa um •orsakirnar til þess, að alþýða manna sér og heyrir, t. d. i svefni, fyrirboða ókominna atburða. Eg bendi á þetta að eins svo sem eins og vörðubrot á veginum. En hitt veit eg vel, að þessar leiðir allar saman eru duldar í fjarska mikillar móðu djúpra dala og liggja sumir þeirra að baki þeirra fjalla, sem ritlistarmennirnir sjá ekki í gegnum. Það skiftir litlu máli, þegar um drauma er að ræða, hvort þeir boða stórtiðindi, eða þeir eru fyrir lítils- háttar daglátum. Ef þeir boða ó o r ð n a atburði, eru þeir merkilegir og óskiljanlegir, enda þótt atburðirnir, sem þeir boða, séu lítilsháttar. Tökum t. d. þá tegund drauma, sem er algengust: veðurspár-drauma. Þeir eru ekki mikilsháttar að vísu, yfirleitt. En þó eru þeir fyrir- boði, sem enginn veit hvaðan kemur, eða af hverjum rótum er runninn. Oftast dreymir ^almenninginn í landi voru fyrir veðr- um og gestkomum. Þessir atburðir eru algengastir og er eigi kynlegt, þó að þangað bregði draumunum, sem hug- urinn hvarflar oftast. Og þó eru draumarnir ekki bein- línis afleiðing hugsunarinnar í vökunni. Eg skal benda á eitt sönnunargagn fyrir þeirri staðhæfingu minni: þegar vér alþýðumennirnir göngum að heyskap á sumrin, eða að fjárhirðing á veturna, höfum vér hugann rígbundinn við þessi störf, af. eðlilegum orsökum. — Starflnn þessi, hvor um sig, er svo vaxinn, einkum heyskapurinn, að hann krefur þess, að gengið sé að honum af alhuga og alefli. Ef svo væri, að draumarnir væru afleiðing og á- framhald hugsunarinnar, sem maðurinn gengur mest með í vökunni, þá mundi okkur heyskapar- og fjármennina dreyma oftast og mestmegnis h e y og f é. En svo er þó ekki. Okkur dreymir ekki hey og fé — nema fyrir veðrum. Hey og fé í svefni er fyrir hreggi og hríð úr þeirri átt, sem heyið er í svefninum, eða sauðféð, og er von því meiri úrkomu, sem féð eða heyið er meira. Ef

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.