Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 79

Skírnir - 01.04.1909, Side 79
Hitt og þetta um drauma. 175' að eg gat verið að heiman, þó nokkurn tíma, án þess að nokkuð mundi horfa til vandræða á heimili míuu. 0g var eg því i góðu skapi og öruggum hug og undi mér vel. En þegar eg var búinn að dvelja hjá Stefáni nokkur- ar nætur, bregður svo kynlega við, að mig tekur að dreyma illa og erflðlega — með þeim hætti fyrst og fremst, að eg þóttist vera í ógöngum staddur og í hömrum nokkur- um. Það vissi eg ekki, hvar í veröld hamrarnir voru, því að eg þekti mig ekki í svefninum. En það eitt vissi eg, að eg komst hvorki fram né aftur og ekki upp á við. En sjór var undir hömrunum og fjörumál, og sá eg fram á fjörð, og nú komst eg niður í fjöruna, »eins og í draumi« og þá leystust vandræði mín í svefninum, með því móti — að eg vaknaði. Þennan draum og því líkan hafði eg tvær nætur. Og réð eg hann á þá leið, að eg mundi hreppa hörð veður á heimleiðinni. Eg var gangandi, og þetta var í bláasta skammdeginu og svartasta, þegar von er allra þeirra veðra sem vond eru. Ferðalög allskonar þoldi eg illa, bæði á sjó og landi, og hugði eg að bratt- inn í svefninum mundi verða fyrir því, að Vaðlaheiði yrði mér örðug í vökunni. Mig hafði dreymt áður á æfl minni á þá leið, að eg var í ógöngum og klettariði og varð mér það fyrir hörðum veðrum og þeim örðugleikum, sem þau hafa stundum í för rheð sér, við fjárgeymslu og önnur heimilisumsvif. Eg var þessvegna hérumbil óhræddur við þennan draum, enda þótt þjóðtrúin kveði svo að orði, að hamrar í svefni og fjallaskriður séu fyrir veikindum i vöku, sömuleiðis sjór og vötn, sem eru manninum ægileg í draumnum, eða til farartálma. Eg hafði orð á draumþrautum mínum við Stefán kenn- ara og frú hans og sneri þó frásögninni í glettingar. Stefán hafði enga trú á draumum eða fyrirburðum, og hafði eg gaman af að vega salt á móti honum í því efni. Eg lét í veðri vaka, að eg ætti ekki sjö dagana sæla í húsum hans, þar sem mér væri sýnt svona í tvo heimana undir þaki hans. — En eftir þriðju nóttina, sem mig dreymdi aðaldrauminn, leizt mér ekki á blikuna, þvi að þá tók,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.