Skírnir - 01.08.1909, Qupperneq 7
Prestarnir og játningarritin.
199
(Landsmödet), sem sízt verður borin á brýn byltingagirni
í nokkurri mynd, en tekur þó vel í þetta mál og sam-
þykkir tillögu um endurskoðun játningarritanna. Síðan
hefir málið verið allítarlega rætt frá báðum hliðum í höf-
uðmálgagni íhaldsstefnunnar í norsku kirkjunni (Luthersk
Kirketidende).
En því hefi ég bent á þetta, að ég vildi með því
sýnt hafa þeim, sem á annað borð vilja sjá það, að kenn-
ingarfrelsiskrafan er ekki sprottin af neinni vantrú eða
löngun til að kollvarpa, heldur af einlægri virðingu
fyrir stöðu hins kirkjulega kennimanns og kennimanninum
sjálfum sem siðferðilegum persónuleika.
Þegar vér nú lítum til vorrar eigin kirkju, þá hefir
lítið verið rætt um þetta mál meðal vor fyr en núna allra
síðustu árin og lítið um það skrifað, enda skilningur
manna á málinu yfirleitt býsna ófullkominn. Fyrir 10 ár-
um hafði prestastefna vor málið á dagskrá, en síðan hefir
því lítið verið hreyft þangað til hin ágæta ritgjörð síra
Haralds Níelssonar um kenningarf relsi presta
kom út í Skirni í fyrra sumar, fyrsta tilraunin, sem gjörð
hefir verið með oss til að skýra málið. Meðal landa vorra
vestra hefir málið verið á dagskrá síðustu tvö árin. Síra
Fr. J. Bergmann hefir varið kenningarfrelsið með miklum
dugnaði í »Breiðablikum«, en »Sameiningin« hamast á
móti því og flutt hverja greinina annari furðulegri um
málið, að ógleymdu kirkjuþingserindi síra Jóns um »g i 1 d i
t r ú a r j á t n i n g a n n a«, sem þegar hefir verið nefnt.
Hér á landi hefir að minsta kosti venjan löghelgað,
auk hinna þriggja svonefndu allsherjar játninga fornkirk-
junnar, tvær af sérjátningum hinnar evang.-lút.kirkju,
Ágsborgar-játninguna og fræði Lúters. Eins og síðar mun
sýnt verða, er lögfesting þessara játningarrita hjá oss mjög
svo vafasöm,nema ef svo mættisegja, að hana leiði af sjálfri
lögtekningu hinnar evang.-lút.-kirkju sem kirkju landsins
með lögtekning kirkjuordinantíu Kristjáns 3. árin
1541 og 1551. En engu að síður hafa íslenzkir prestar
verið e i ð bundnir við »játningarrit hinna dönsku kirkna«