Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1909, Side 21

Skírnir - 01.08.1909, Side 21
Prestarnir og játningarritin. 213 5. árið -1683. Þar er loks ákveðið í 2. bókar 1. kap., að þau trúarbrögð ein skuli líðast í konungsins ríkjum og löndum, sem séu samhljóða heilagri ritningu, postul- legu, nikenisku, og atanasíönsku trúarjátningunum, hinni óbreyttu Agsborgar trúarjátningu frá 1530 og fræðum Lúters hinum minni (sbr. einnig 2. bókar 4. kap. 6. gr.). Með þessu eru játningarritin lögfest. En við þessa lögfestingu er það þó að athuga, að sú bók Kristjáns 5. laga, sem lýtur að trúarbrögðunum og prestastéttinni, h e f i r a 1 d r e i í heild sinni verið lögtekin á voru 1 a n d i. Hið sama er að segja um Kirkjurítúal Kristjáns 5., sem út kemur tveim árum síðar (1685), þetta rítúal, sem fyrst fyrirskipar prestaeiðinn. Þótt þessu rítúali hafi verið fylgt hér á landi síðan skömmu fyrir aldamót- in 1700 og prestaeiðurinn, sem það fyrirskipar, verið heimtaður af öllum íslenzkum prestum fram að árinu 1888, hefir það aldrei verið löglega innleitt hér fremur en kristniréttur Kristjáns 5.; má meðal annars sjá það af því, að rítúalið hefir aldrei, að ráðstöfun stjórnar- valdanna, verið útlagt á vora túngu, né nokkurt lagaboð verið geflð út um það, að þetta rítúal skyldi gilda hér hjá oss. Kirkju-rítúalinu og játningahaftinu með því heflr verið laumað hér inn af stjórnendum landsins að presta- stétt landsins og safnaðarlýð fornspurðum án nokkurrar sjáanlegrar lagaheimildar! En þegar vér nú vitum, að lögfcsting játningarritanna og skuldbinding prestanna við þau í kenningu siuni, er svo til komin, sem nú hefir verið bent á, fer að verða meira en erfltt að sjá með hvaða rétti kennimönnum vorum verðui haldið í játninga-tjóðrinu úr þessu. Og hafi hin evang. lúterska kiikja iands vors getað komist af án nokkurs játninga-hafts á prestum sinum í full 150 ár, ætti hún ekki síður að geta komist af án þess hér eftir, svo miklu framar sem prestastétt vor stendur nú en þá gjörði hún. Hið eina, sem gæti réttlætt skuldbindingu prestanna við játningarritin, skyldi vera það, að rit þessi væru í öllum greinum svo fullkomin, bæði að efni og bún-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.