Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 25

Skírnir - 01.08.1909, Page 25
Prestarnir og játningarritm. 217 unni, og á sambandi hinnar guðlegu og mannlegu nátt- úru frelsarans sín á milli, gjörir þessa trú að beinu sáluhjálpar-skilyrði og misskilur þannig með öllu hug- takið »sáluhjálpleg trú«. Þrisvar sinnum þykir ástæða til að taka það fram, að ómögulegt sé að verða hólpinn nema maður trúi hinum lítt skiljanlegu útlistunum. En slíkt er algjörlega gagnstætt þeim anda kristnu trúarinn- ar, sem ætti að vera ráðandi í slíku játningarriti. Alt slíkt er talað af öðrum anda en hans, sem sagði: »Kom- ið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, eg mun veita yður hvíld« áu þess að minna á nokkrar játn- ingar, — en hann fekk líka þann dóm hjá samtíð sinni, að hann »talaði ekki eins og hinir skriftlærðu«. Svo eg því næst snúi mér að sérjátningum vorrar eigin kirkju, þá verður því ekki neitað, að Agsborgar-játn- ingin er ágætt rit og merkilegt, þegar miðað er við þann tíma, sem hún er framkomin á. En alt fyrir það ber hún á hverri blaðsíðu meira og minna átakanleg merki sinna tíma, merki þeirra kringumstæðna, sem leiða til þess, að hún er samin, og þess tilgangs, sem hún er sam- in í. Og jafnáreiðanlegt er hitt, að þar er haldið frarn kenningum sem fæstir — ef nokkurir — sem skyn ber á þau efni, mundu fáanlegir til að verja á vorum tímum. Enda heíir fjöldi hinna ágætustu manna kirkjunnar á næst liðinni öld í einlægni játað með kirkjusagnfræðingnuni ágæta, Nennder, að þótt þeir gjörðu hið fylsta tilkall til að kallast evangelisk-lúterskrar trúar, væri sér þó ómögu- legt að samsinna öllu því, er stæði í játningunni frá Ags- borg, — og er það því síður furða sem sjálfur höfundurinn, Melankton, gat það ekki er frá leið, svo sem kunnugt er. Hitt hefði verið miklu meiri furða ef kristnir menn á vorum tímum, sem þekkja játninguna, hefðu getað sam- sint henni í öllum greinum. Eg skal drepa á nokkur at- riði. Hver vill á vorum dögum verja 14. gr., sem strang- lega fyrirbýður alla leikmanna-prédikun í kirkjunni?1} *) Jafnvel liinn mikli játninga-talsmaður síra Jón Bjarnason í Winni- peg hefir neyðst til að loka augum sínum fyrir þeirri grein. Eins Sig- urbjörn kand. hjá oss.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.