Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 26

Skírnir - 01.08.1909, Page 26
'218 Prestarnir og játningarritin. Eða hver vill nú á dögum undirskrifa fyrirdæmingardóm 9. gr. yfir Endurskírendum og öðrum, sem halda því fram, að börn geti orðið hólpin án skírnar, og styðja með því að þeirri lítt kristilegu skoðun, að börnin, sem óskírð •deyja, glatist? Jafnvel hinn mikli trúfræðingur 17. aldar- innar Jóh. Gerhard gat ekki fylgt játningunni hér fyrir- varalaust og minti á orð Agústíns, að það væri »ekki vöntun sakramentanna heldur fyrirlitning fyrir þeim, sem leiddi dóm yfir manninn«. Eg vil ennfremur minna á 11. gr. um skriftirnar, þar sem kent er að halda skuli í söfnuðunum heimullegri aflausn; eg veit ekki betur en að þessi grein sé gjörsamlega fallin úr gildi hvarvetna í hinni evang.lútersku kirkju. Eg vil einnig nefna 2. gr. þar sem kent er að upprunaspillingin eða erfðasyndin •dæmi seka og steypi í eilífa glötun þeim, sem ekki endur- íæðist fyrir skírn og heilagan anda. Og loks mætti eg minna á 17. gr. og það sem þar er kent um eilífa útskúf- un og fyrirdæmingardóminn, sem þar er kveðinn upp yfir þeim sem haldi fram þúsundáraríkis-kenningunni. Eg veit það vel, að alt þetta þótti »góð ]atína« ásín- um tíma og hneykslaði fáa menn, ef nokKurir hafa verið, slíkur sem hugsunarháttur manna var. En skilningur manna á guðs orði hefir breyzt svo mjög á þeim 400 árum, sem liðin eru síðan ^Lúter hóf siðbót sína, að það verður að teljast býsna viðurhlutamikið að skuldbinda kennimenn vorra tíma við jafn vafasöm kenningaratriði -og þessi. Loks ber að minnast á fræði Lúters hin minni. Vafa- laust voru þau ágætt rit á sínum tíma; en mundi nokkur af alvöru vilja halda því fram, að það rit samsvari kröf- um vorra tíma eða innihaldi svo fullnægjandi útskýringu þeirra hluta sem skyldi, er þar er verið að útskýra? Eg vil benda á útlistunina, sem þar er gefin á sakramentun- um báðum — hverju eru menn bættari? Skírnin er látin tákna, »að hinn gamli Adam í oss eigi daglega að drekkj- a.st og deyja-----og síðan daglega fram að koma og upp aftur að rísa nýr maður« — útskýring, sem ekki stendur í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.