Skírnir - 01.08.1909, Page 30
222
Prestarnir og játningarritin.
nýja játningu, er betur samsvari kröfum tímans og þörf-
um? Nei, fjarri fer því. Ekkert af þessu hefir mér til
hugar komið.
Eg vil ekki láta hagga hið minsta við þessum ritum;
eg vil lofa þeim að standa óbreyttum eins og vér höfum
fengið þau að erfðum frá liðnum tímum og hvorki fella
þar nokkuð burtu né auka þar nokkru við. Aftur á móti
er hugsun mín sú, að tími sé kominn til þess að hætta að
nota þessi rit sem tjóðurhæla fyrir kennimenn kirkjunnar;.
eg vil, að hætt sé að heitbinda prestana við játningarritin
og að hitt sé látið nægja, að þeir lofi eftir beztu samvizku
að kenna samkvæmt guðs orði í ritningunni, e f e k k i
þykir nægja það heitið, sem þeir hafa gjört þegar
áður fyrir altari drottins í viðurvist safnaðarins og gefið
vígsluveitanda og vottum hönd sína uppá.
Eg hefi engu minni mætur á játningarritum vorum
en þeir, sem vilja nota þau sem tjóðurhæla; — ég hefi
mætur á þeim sem metra-steinum á framþróunarbraut
kirkjunnar, er sýna oss hve langt menn voru komnir í
tileinkun hins guðdómlega sannleika á þeim tímum, er
reistu þessa steina; — ég hefi mætur á þeim vegna þeirra
fjársjóða kristilegrar þekkingar og lífsreynslu, sem í þeim
birtist, og því vil ég líka að prestunum sé gjört að skyldu
að kynna sér þessi rit sem bezt og tileinka sér það af
innihaldi þeirra, sem hefir varanlegt gildi; því að þekk-
ing þeirra og réttur skilningur á efni þeirri er í mörgum
greinum nauðsynlegt skilyrði fyrir réttum skilningi kirkju-
og trúarlífsins á vorum dögum.
En lengra vil ég ekki fara. Og lengra álít ég, að
kirkjan megi ekki fara, vilji hún vera trú sinni eigin hug-
sjón. Heitbundið prestana við játningarritin eins og lög-
bók væri getur kirkjan ekki nema þá um leið að ríða i
bága við eigin frumreglu sína sem evangel.lútersk kirkja.
Sé það rétt álitið, að játningarritin séu ófullkomin manna-
smíði, sem þvi hljóta að úreldast er tímar líða fram, verð-
ur það alls ekki réttlætt hvorki að láta vinna eið að
þeim né heldur skuldbinda menn til að kenna samkvæmt