Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Síða 30

Skírnir - 01.08.1909, Síða 30
222 Prestarnir og játningarritin. nýja játningu, er betur samsvari kröfum tímans og þörf- um? Nei, fjarri fer því. Ekkert af þessu hefir mér til hugar komið. Eg vil ekki láta hagga hið minsta við þessum ritum; eg vil lofa þeim að standa óbreyttum eins og vér höfum fengið þau að erfðum frá liðnum tímum og hvorki fella þar nokkuð burtu né auka þar nokkru við. Aftur á móti er hugsun mín sú, að tími sé kominn til þess að hætta að nota þessi rit sem tjóðurhæla fyrir kennimenn kirkjunnar;. eg vil, að hætt sé að heitbinda prestana við játningarritin og að hitt sé látið nægja, að þeir lofi eftir beztu samvizku að kenna samkvæmt guðs orði í ritningunni, e f e k k i þykir nægja það heitið, sem þeir hafa gjört þegar áður fyrir altari drottins í viðurvist safnaðarins og gefið vígsluveitanda og vottum hönd sína uppá. Eg hefi engu minni mætur á játningarritum vorum en þeir, sem vilja nota þau sem tjóðurhæla; — ég hefi mætur á þeim sem metra-steinum á framþróunarbraut kirkjunnar, er sýna oss hve langt menn voru komnir í tileinkun hins guðdómlega sannleika á þeim tímum, er reistu þessa steina; — ég hefi mætur á þeim vegna þeirra fjársjóða kristilegrar þekkingar og lífsreynslu, sem í þeim birtist, og því vil ég líka að prestunum sé gjört að skyldu að kynna sér þessi rit sem bezt og tileinka sér það af innihaldi þeirra, sem hefir varanlegt gildi; því að þekk- ing þeirra og réttur skilningur á efni þeirri er í mörgum greinum nauðsynlegt skilyrði fyrir réttum skilningi kirkju- og trúarlífsins á vorum dögum. En lengra vil ég ekki fara. Og lengra álít ég, að kirkjan megi ekki fara, vilji hún vera trú sinni eigin hug- sjón. Heitbundið prestana við játningarritin eins og lög- bók væri getur kirkjan ekki nema þá um leið að ríða i bága við eigin frumreglu sína sem evangel.lútersk kirkja. Sé það rétt álitið, að játningarritin séu ófullkomin manna- smíði, sem þvi hljóta að úreldast er tímar líða fram, verð- ur það alls ekki réttlætt hvorki að láta vinna eið að þeim né heldur skuldbinda menn til að kenna samkvæmt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.