Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1909, Side 31

Skírnir - 01.08.1909, Side 31
Prestarnir og játningarritin. 223: þeim með hátíðlegu loforði fyrir augsýn allsvitanda guðs. Kirkjan getur heimtað slíkt loforð eða heit af þjónum sin- um að því er snertir það að prédika evangelíum Jesú Krists, en ekki fram yfir það. Jesús hefir sjálfur sagt á hátíðlegri stundu: »Farið . . . og kennið þeim að halda alt, sem ég hefi boðið yður!« Það ætti kirkj- unni að geta nægt.* 1) — — Eg býst við því, að einhver kunni að segja: »Sái sem gengið hefir í kirkjunnar þjónustu upp á þessi skil- yrði, hefir alls engan rétt til að kvarta yfir ótilhlýðilegu/ ófrelsi. Hann vissi að hverju hann gekk og hefði þvi átt að geta tekið ráð í tíma. Kirkjan hlýtur að mega heimta af þjónum sínum, að þeir prédiki hennar trú en ekki hvaða trú aðra sem þeir vilja». Einhverju á þessa leið hefi ég nýlega séð hreyft íí einhverju blaði og mörgum kann ef til vill að þykja það viturlega mæit og rökrétt. En rökfærslan er þó- ekki eins óhrekjandi og virðast kann í fljótu bragði. Forsendurnar eru ekki sem ábyggilegastar. Hvernig er varið rétti kirkjunnar? Þessi spurning þarf frekari athugunar við svo oft sem ranglega er talað um »rétt« kirkjunnar í þessu sambandi. Þess er þá fyrst af öllu að gæta, en er þó eitt af' því, sem mönnum hvað mest hættir til að gleyma: að- sannleikurinn stendur yfir kirkjunnia)r svo að hér getur aldrei verið um neinn algjöran rétt að ræða kirkjunni til handa. Því næst er þess að minnast, að- kirkjan er eftir hugsjón sinni samsafn Jesú lærisveina, sem' vilja hlýða hans raustu og halda alt það, sem han» hefir boðið. Hún er ambátt drottins og hefir engan r é 11 annan en þann, sem drottinn hefir henni á herðar lagt sem s k y 1 d u. Réttur kirkjunnar og skylda rennur sam- an í eitt. Réttur og skyida kirkjunnar sem félags er að boða evangelíum Jesú Krists og það er réttur hennar og ') Sbr. grein G. 0. Klövstads prests, í Luthersk Kirketidende 1909.. I bls. 89—90. 8) Sbr. fyrirle8tur Thv. Klavenesss í For frisindet Kristendom.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.