Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1909, Side 33

Skírnir - 01.08.1909, Side 33
Abraham Lincoln. 1809—1909. Á aldarafmæli Abrahams Lincolns var það bert, að •ekkert mikilmenni Bandaríkjanna hefir getið sér meiri ástsæld en hann með þjóð sinni. Ef Bandaríkjamaður ætti að leysa úr því, af hverju ástsæld og hylli Lincolns væri sprottin, mundi hann líklegast svara einhvern veginn á þá leið: »Af því að hann er öðrum fremur hold af okk- ar holdi og blóð af okkar blóði og æfiferill hans ímynd vaxtar og viðgangs þjóðfélags okkar.« Og vér getum bætt við: öll æfi Lincolns er ljós og órækur vottur þess, hve miklu einbeittur vilji og þrautseigja samfara góðum gáfum fær afkastað í heiminum. I stuttri ritgerð eru engin tök á að gera ítarlega grein fyrir æfi og starfsemi þessa ágæta manns. Vér verðum að láta oss nægja að vikja stuttlega að helztu æfiatriðum hans og lyndiseinkunn og færa síðan nokkur rök að því, hvernig hann gerist leiðtogi þjóðar sinnar á mestu hörm- ungatímum hennar og leiðir hana með þreki sínu, hygg- indum og drengskap úr botnlausum ógöngum fram á leið til sæmdar og sannra þjóðþrifa. Abraham Lincoln átti til fátækra foreldra að telja, sem höfðu leitað vestur um haf frá Englandi skömmu fyrir miðja seytjándu öld. Svo er að sjá sem ríkur farhugur hafi ráðið ferðum þessara ættfeðra hans. Þeir fluttust sveit úr sveit og land úr landi til þess að höndla gæfuna. Og Abraham litli fæddist í Kentucky, en ólst upp í rikjun- 15

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.