Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1909, Side 34

Skírnir - 01.08.1909, Side 34
226 Abraham Lincoln. um Indiana og Illinois, er voru þá útjaðrar Bandaríkjanna' vestur á bóginn. Þegar Abraham var 7 vetra, fluttist hann með foreldrum sinum til Indiana. Faðir hans, Thómas Lincoln, var fátækur trésmiður, sem þótti á yngri árum hverflyndur í ráði sínu,. en móðir hans var stilt kona og vel viti borin og fyrir manni sínum í hvívetna. Þegar Thómas Lincoln hafði dvalið nokkra hríð í Indiana, reisti hann handa sér og fjölskyldu sinni allrúmgott stokkahús. Hann vann einn að smíðinu ásamt Abraham litla syni sínum, er hjálpaði föður sínum eftir mætti. Hann fékk nú öxi í hönd, þótt ungur væri, og lærði fyrst að höggva smágreinar og síð- an tré. Frá því hann var 8 vetra og þar til hann hafði einn um tvitugt leið varla sá dagur, að hann tæki sér ekki öxi í hönd, enda varð hann, er hann eltist, einhver bezti og afkastamesti viðarhöggvari í Indiana. Hús Thómasar var ramlega viðað, en að öðru leyti óvistlegt og af vanefnum gert. Einar dyr og einn gluggi voru þó á húsinu, en í stað rúðuglers varð eigandinn að notast við skjá. öll búsgögnin voru 2 rúmstæði, lítið borð og 2 stólar, pottur og panna og örfá geymsluílát. Rúm- fatnaðurinn voru nokkrar ábreiður og hálmpokar. Viður- værið var að sama skapi einfalt og óbrotið, nær því ein- göngu brauð og villibráð. Við þennan viðurgerning, sem hér er stuttlega drepið á, átti Abraham að búa nokkur ár. Snemma bar á því, að Abraham litli var námfús mjög og hneigður til bóka. En einu bækurnar sem til voru í kotinu, voru stafrófskver, spurningakver og heilög ritn- ing. A æskuárum hafði Abraham lítið af fræðslu að segja og mörgum árum síðar taldist honum sjálfum svo til, að að alls og alls hefði hann notið níu mánaðar tilsagnar í skólum. I föðurhúsum vandist Abraham snemma alls konar vinnu, en löngu vetrarkvöldin sat hann við arin, er vel logaði á skíðunum, því að ekki var um önnur ljósfæri að ræða, og las eða dró til stafs. Ritföngin voru oftlega trjá- börkur eða tréspænir og kolamoli. Stundum þegar föna

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.