Skírnir - 01.08.1909, Síða 39
Abraham Lincoln.
231
andlegum yflrburðum og mundi því sennilega eiga glæsi-
lega framtið fyrir höndum, ef hann kæmist á rétta hillu
í lífinu.
»Hefir yður aldrei dottið í hug að nema lög,« sagði
Stuart einn dag við Lincoln.
»Nei aldrei, enda þótt ýmsir hafi hvatt mig til þess,«
mælti Lincoln.
»Og hvers vegna hafið þér ekki farið að ráðum þeirra?«
»Mig brestur bæði gáfur og fé til námsiðkana.«
»Sennilega gerið þér of mikið úr örðugleikunum,«
mælti Stuart, »tíminn mun leiða í ljós hvort yður brestur
gáfur. Þér getið stundað námið í hjáverkum yðar. Ef
þér stundið það með árvekni og kostgæfni, getið þér
•orðið málaflutningsmaður innan þriggja ára«.
»En lögfræðibækur eru dýrar,« sagði Lincoln.
»Bækur getið þér fengið að láni hjá mér, bókasafn
mitt er yður heimilt.«
Þessi samræða fekk Lincoln mikið að hugsa, en um
síðir afréð hann að fara að orðum Stuarts og lagði einn
góðan veðurdag af stað fótgangandi til Springfield til þess
að vitja bókanna. Yegalengdin fram og aftur var um
44 enskar mílur.
Lincoln stundaði laganámið með frábærri elju. Hann
dró sig í hlé frá öllum skemtunum og las um nætur, þegar
honum sakir annríkis vanst ekki tími til þess á daginn.
Arið 1837 tók hann eins konar próf í lögum og fluttist
skömmu síðar til Springfield og gerðist þar félagi Stuarts
þess, er áður var nefndur. Gat hann sér innan skamms
góðan orðstír sem málaflutningsmaður og margar sögur
ganga af réttsýni hans og ráðvendni í málarekstri. Þykir
vel hlýða að greina hér frá tveimur þeirra, með því að
þær auðkenna Lincoln allvel.
Einn dag kom maður nokkur til hans og bað hann
að flytja fyrir sig mál.
»Skýrið mér frá öllum málavöxtum,« sagði Lincoln.
Aðkomumaður gerði það með mikilli mærð og mála-
lengingum, en varð heldur en ekki hvumsa við, er Lincoln