Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Síða 42

Skírnir - 01.08.1909, Síða 42
234 Abraham Lincoln. seldur í þrældóm, því að það voru lög í New-Orleans að höndla mátti svertingja úr öðrum ríkjum og selja þá. Lincoln komst við af hörmum gömlu konunnar og gramdist þessi rangsleitnu lög. Hann sagði aðstoðarmanni sínum að fara á fund landstjórans og spyrja hann, hvort enginn vegur væri til að heimta aftur svertingjann. Aðstoðarmaðurinn kom brátt aftur með þá orðsending frá landstjóranum, að hann brysti heimild til að skerast í málið. Lincoln brást óður og uppvægur. Hann fórnaði hönd- um til himins og hrópaði hástöfum: »Ef hann brestur lagaheimild til þess, skal hann fá hana með guðs hjálp, þó að eg eigi að berjast fyrir því í tuttugu ár.« Lincoln og félagi hans keyptu þrælnum lausn og fengu hann aftur móðurinni. Þegar kjörtímabilið var liðið, gaf Lincoln að svo komnu ekki kost á sér til þings. Annríki hans og heimilisástæð- ur leyfðu honum ekki langar fjarvistir, og svo hafði dvöl- in í Washington fært honum heim sanninn um, að hann þyrfti að taka sér fram í ýmsum greinum til þess að verða jafnsnjall hinum atkvæðameiri þingmönnum bæði íþekkingu á landsmálum og enskum og amerískum bókmentum. En 1854 var Missouri-sáttmálinn, sem áður er nefnd- ur, numinn úr gildi, og Stephen A. Douglas, hinn forni andstæðingur Lincolns, er var frumkvöðull að ónýting sáttmálans, fékk það leitt í lög, að íbúarnir í hverju ríki og fylki fengu óskoraða heimild til þess að lögleiða eða banna þrælahald innan landamæra sinna. Þessi skipun gat nú í sjálfu sér talist eðlileg og frjálsleg, en reyndist óheppileg og ónóg, er til framkvæmdanna kom, einkum eftir að fullnaðardómur var fenginn fyrir því, að þræll væri eftir sem áður þræll eða ófrjáls maður, þótt eigandi hans flytti með hann til einhvers fylkis, sem bannaði þrælahald. öllum andstæðingum þrælahaldsins og út- breiðslu þess grömdust úrslit þessi meir en með orðum verður lýst. Lincoln fór aftur á stúfana og tók að gefa sig við stjórnmálum. Atti hann mikinn þátt í því, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.