Skírnir - 01.08.1909, Síða 43
Abraham Lincoln.
235
•menn af ýmsum flokkum reistu nýjan stjórnmálaflokk, er
nefndust Þjóðveldissinnar, og bundust samtökum um, að
hefta útbreiðslu þrælahaldsins. Brátt varð sú raun á, að
afnám Missouri-sáttmálans var hið mesta glapræði, eins og
Lincoln hafði fyrir sagt, og á samveldisþinginu neyddist
Douglas til að snúast sjálfur gegn nýmæli sínu og ráðstöf-
unum þeim, er af því leiddu.
Nokkru síðar kepti Lincoln við Douglas um kosningu
til efri deildar samveldisþingsins í Washington. Var sú
barátta bæði löng og hörð og er talið, að Douglas hafi
varið 50000 dollara til hennar. Engu að síður hafði Lincoln
miklu meiri byr hjá kjósendunum. En sakir öfugs kosn-
íngafyrirkomulags varð þó Douglas hlutskarpari við kosn-
ingarnar.
En þó Lincoln biði að þessu sinni lægra hlut, er þó
kosningabarátta þessi afarmerkileg, því að bæði markar
hún nýja stefnu í þrælamálinu og gerði Lincoln í augum
mikils hluta þjóðarinnar að sjálfsögðum leiðtoga hennar
i því máli, eins og síðar varð raun á.
Þegar í fyrstu ræðunni, sem hann hélt í Springfield
16. júní 1858, gerði hann skorinort og einarðlega grein
fyrir horfum málsins með svofeldum orðum: »Hús það,
sem er sjálfu sér sundurþykt, fær ekki staðist. Eg ætla
að land þetta geti ekki að staðaldri verið að hálfu leyti
þrælaland og að hálfu leyti frjálst. Eg geri ekki ráð fyrir,
að bandalagið rofni. Eg geri ekki ráð fyrir, að húsið
hrynji; en eg vonast eftir, að það hætti að vera sjálfu
sér sundurþykt.« Hann vildi láta þrælahald í þrælaríkj-
unum óátalið, en að eins hepta frekari útbreiðslu þess,
og gerði ráð fyrir að með því móti mundi það hverfa af
sjálfu sér með tímanum.
Lincoln bar ræðu þessa undir ýmsa málsmetandi vini
sína og flokksbræður áður en hann flutti hana. Voru þeir
því nær allir á þeirri skoðun, að hún mundi verða flokkn-
um og sjálfum honum til mesta ógagns. En hann kvaðst
hafa íhugað málið vandlega og komist að þeirri niðurstöðu,
að nú væri kominn tími til að leiða sannleikann afdrátt-