Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 44

Skírnir - 01.08.1909, Page 44
Abraham Lincoln. 236j arlaust í ljós. »Ef ræða þessi verður mér að f'alli«, sagði hann enn fremur, »gott og vel, þá fell eg með sannleik- anum, þá læt eg lífið fyrir góðan og réttan málstað.« Rás viðburðanna lét orð hans rætast. Viðureignin við Douglas og ræður þær sem Lincoln hélt á málfundum þeim, er þeir áttu með kjósendum sín- um, gerðu hann á skömmum tíma þjóðkunnan í öllum Bandaríkjunum. Og það að maklegleikum. Eru ræður þessar þann dag i dag talandi vottur um rökrétta hugs- un, óviðjafnanlegt sannfæringaraíi og hárbeitta rökfimi. Bæði þjóðveldissinnar og lýðveldismenn höfðu mikinn undirbúnað undir forsetakosninguna 1860. A allsherjar- fundi þjóðveldissinna, sem haldinn var í Chicago um vor- ið, var Lincoln meðal annarra þjóðmálaskörunga tilnefnd- ur sem forsetaefni, og við 3. atkvæðagreiðsluna fekk hann flest atkvæði af þeim, sem tilnefndir voru. Hann var sjálfur, ásamt nokkrum vinum sínum,stadd- ur á símastöðinni i Springfield, þegar símskeytið um til- nefningu hans barst þangað. Vinir hans ^fögnuðu mjög þeim sigri og óskuðu honum til heilla. En hann tók sím- skeytið og sagði ofurstillilega: »Herrar mínir, á heimili mínu er kona, sem finst að öllum likindum meira koma til skeytis þessa en mér. Þér fyrirgefið þó eg bregði mér með það yfir til hennar.« Næsta dag flutti nefnd þjóðveldismanna honum skýrslu urn fundarúrslitin. Tóku þá nokkrir vinir hans i Spring- field sig saman, keyptu nokkrar flöskur af bezta víni, sem var að fá, og sendu honum. Ætluðust þeir til, að hann gæddi nefndarmönnum á þvi. Enhann sendi flöskurnar aftur jafnharðan með þeim ummælum: »Þér vitið, að á heimili mínu er áfengi aldrei haft um hönd.« Hins vegar áttu lýðveldismenn fund með sér i Char- leston í Suður-Carolina, en gátu ekki orðið á eitt sáttir að styðja Douglas. Það reið baggamuninn, og við hina endi- legu forsetakosningu um haustið hlaut Lincoln kosningu. Þó greiddu ekki nema 180 kjörmenn honum atkvæði, hin hlutu meðbiðlar hans til forsetatignarinnar. Voi’u þvi í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.