Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 47

Skírnir - 01.08.1909, Page 47
Abraham Lincoln. 23^ mönnum Xot'ðurríkjanna og meðal þeirra voru 4 keppi- nautar hans um forsetaembættið. Munu þeir hafa gert sér von um að ráða mestu, þótt Lincoln bæri forsetanafnið. En þeim varð ekki að því, enda voru þeir lítt samrýndir og einatt hver höndin uppi á móti annari. Lincoln tók að vísu ráðum þeirra með þökkum, en geymdi sjálfum sér úrskurð allra mikilvægra mála. Gagnvart þinginu beitti hann jafnvel stundum synjunarrétti sínum í mestu stórmálum. Kom það ekki til af ráðríki, heldur af þvír hve ábyrgðartilfinning hans var rík. Mæltust stjórnarað- gerðir hans stundum misjafnt fyrir í svipinn, eins og gengur, en eftir á könnuðust menn einatt við, að þær hefði verið réttar og heppilegar. Það var t. a. m. sátt- fýsi og réttsýni hans ekki sízt að þakka, að nokkur ríki, sem voru hvarflandi í ráði sínu, hvorn fiokkinn þau ættu að fylla, hölluðust þó loks að Norðurríkjunum. Lincoln var sjálfur andvígur þrælahaldi, en gætti þó lengi framan af mestu varfærnií því máli, til þess að höggva ekki of nærri sérréttindum Suðurríkjanna, Hann hefði talið affarasælast, að láta þrælaánauðina hverfa smámsaman, greiða húsbændunum fullar skaðabætur fyrir lausn þræl- anna og búa svo um þá í Norðurameríku og annarstaðar. Mjög viðsjárvert taldi hann að veita þeim kosningarrétt að svo komnu. En er hann sá, að hann mundi ekki fá varnað sundrungu Bandaríkjanna, nema hann kipti burt máttarstoð Suðurríkjanna, þrælahaldinu, þá lýsti hann þvi yfir 22. sept. 1862, skömmu eftir sigur Norðurríkjamanna við Anietam, að frá 1. janúar 1863 skyldi alt þrælahald í Suðurríkjunum lögbannað. Tveim árum síðar var sams- konar ákvæði tekið upp í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er ekki hlutverk þessarar stuttu ritgerðar að greina frá rás styrjaldarinnar og ráðstöfunum þeim, er Lincoln gerði til að afstýra sundrungu ríkisins og binda enda á ófriðinn. Hér skal þess að eins lauslega getið, að hann bauð út meir en 4 miljónum hermanna þau 4 ár sem hann var forseti, kom upp miklum og öflugum flota, reisti við lánstraust ríkisins, útvegaði því 3000 mil-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.