Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1909, Side 48

Skírnir - 01.08.1909, Side 48
240 Abraham Lincoln. jóna dollara lán, gerði 4 miljónir ánauðugra svertingja að frjálsum mönnum og tefldi loks svo við Suðurríkin, að -þau urðu að gefa upp vörnina og ganga aftur í samband við Norðurrikin. Þessi afrek hans eru þjóðkunn. En þess ber og að geta, hversu honum sárnuðu allar hörmungar þær og böl, er borgarastyrjöldin bakaði ættjörð hans og þjóð, og hversu honum var hugljúft að mýkja raunir manna, er hann gat því við komið. Yms atvik úr lífi hans meðan hann var forseti sýna það bezt. Vér skulum greina frá örfáum dæmum. I herdeild einni höfðu 24 liðsmenn hlaupist brott, en síðan verið handsamaðir og dæmdir til dauða. Af ein- hverjum ástæðum, sem ekki eru greindar, færðist Lincoln undan að staðfesta dauðadóminn. Yflrhershöfðinginn fór þá sjálfur til Washington til fundar við hann og leiddi honum fyrir sjónir, hverjar afleiðingar synjun staðfesting- arinnar gæti haft fyrir allan herinn. En Lincoln svaraði honum: »Herra hershöfðingi, það er meir en nóg af sorg- mæddum ekkjum í Bandaríkjunum. I guðs bænum! farið þess ekki á leit, að eg auki tölu þeirra. Eg get ekki fengið það af mér.« Einu sinni kom afarþungbúin miðaldra kona upp í forsetahöllina og bað um áheyrn. Lincoln vék sér vin- gjarnlega að henni og mælti: »Hvert er erindi yðar, kona góð, get eg nokkuð leyst úr vandræðum yðar?« »Maður minn og þrír synir fóru allir í ófriðinn,« sagði konan; »nú hefl eg frétt, að maðurinn minn sé fallinn, og af því að heimilisástæður mínar eru bágar, vildi eg biðja yður að gefa elzta syni mínum heimfararleyfi«. Lincoln komst við af bágindum konunnar og veitti henni leyfið. En þegar hún kom til hersins að vitja son- arins, var hann lagstur veikur og dó skömmu síðar. Fór konan þá aftur á fund forseta og tjáði honum raunir sínar. Lincoln klöknaði við og sagði: »Eg veit hvers þér ætlið að biðja og eg skal óðara verða við ósk yðar.« Síðan settist hann niður og fór að skrifa, en á meðan stóð móð-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.