Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 51

Skírnir - 01.08.1909, Page 51
Betur má ef duga skal. 243 Og sé svo, að líkamsraenning okkar sé enn á afturfarar- skeiði, eru það þá nokkrar öfgar að segja, að kynþáttura okkar sé enn yflrleitt að fara aftur? Sagan sýnir að líkamsþróttur verður að vera grund- völlur og máttarstoð hinnar andlegu menningar, eigi hún að vera til frambúðar, laus við öfgar og óhollustu. Ef við rennum augum aftur yfir aldirnar og látum þjóðir veraldarsögunnar líða okkur fyrir sjónir, þá getur okkur eigi dulist, að þar er ein þjóð sem ber ljóma af öllum hinum, að því er kemur til a 1 h 1 i ð a m a n n g i 1 d- i s einstaklinganna. Hún er atgjörvisprúðust þeirra allra. Okkur getur ekki annað en hitnað um hjartaræturnar af aðdáun, er við sjáum, hversu langt þessi þjóð var komin áleiðis í samræmisríkri atgjörvi sálar og líkama: hreysti, líkamsfegurð, hugprýði, viljaþreki, vitsmunum, smekkvísi og andlegri göfgi. Og okkur hlýtur að hitna um hjarta- ræturnar af þakklætistilfinningu, er við minnumst þess, hversu ríkan þátt hún hefir átt i heimsmenningunni, hversu hjart leiðarljós hún hefir látið eftir sig í vísindum, listum og líkamsmenning, — þótt oft hafi því miður verið á það skygt af öfgaillgresi vanþekkingar og trúarofstækis. Eg á við Forn-Grikki. Grikkir voru menn bjartsýnir og lífsglaðir. Þeir litu ekki svo á jarðlífið sem væri það hermdargjöf, óheiliaeign, er engan þroskarétt ætti og bezt væri að losast við. Þeir stefndu þvert á móti að því takmarki, að gera sér lífið sem fegurst og unaðsríkast, að fullkomna sjálfa sig og niðja sína sem framast var kostur. Og þeim duldist það ekki, að heillavænlegasta leiðin til þess að vinna að full- komnun mannsins, til þess að ala upp atgjörvisprúðar kynslóðir, væri sú, að leggja fult eins mikla rækt við menningu líkamans sem við menningu sálarinnar. Þeir sáu það glögt, hversu mjög sálarþroskinn er háður líkams- þroskanum, ekki sizt fegurðarvitið, athyggjuskerpan og viljaþrekið, og að undir viljaþrekinu er það aðallega kom- ið, hversu notadrjúg hver atgjörvi verður. »Eins og hism- ið hrýtur af korninu, þá er því er kastað, þannig losar 16*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.