Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1909, Síða 52

Skírnir - 01.08.1909, Síða 52
244 Betur má ef duga skal. og leikfimin líkamann við óhollustuna og óþarfann,« seg- ir grískur spekingur. Hámentaðan og þrekprúðan anda gátu Grikkir ekki hugsað sér nema í fögrum, hraustum og vel tömdum líkama. Rammari fyrirlitningarorðum varð trauðla farið um menningu nokkurs manns en að segja um hann að hann kynni »hvorki aðsynda né les a«. — Leikfimin var Grikkjum þjóðþroska- og þjóðfrelsismál. íþróttirnar áttu að vej-a almenningseign, uppeldisvegur þjóðinni i heild sinni, en ekki til þess að einstöku gai’par legðu sérstaklega stund á þær. Þess vegna voru reistir í hverri borg á þjóðfélagsins kostnað veglegir leikfimisskól- ar og þeir faldir til umsjónar einhverjum mesta heiðui’s- manni borgarinnar, því að engar stofnanir átti þjóðin til í eigu sinni, er henni væru hjartfólgnari. Og þess vegna voru haldin kappleikamót víðsvegar um land á ákveðn- um tímum, allsherjarmótið á Olympsvöllum i Elishéraði fjórða hvert ár, og þeir sem þar hlutu sigursveig voru í hávegum hafðir af almenningi og mærðir af skáldunum; meiri heiður var eigi unt að ávinna sér en að sigra í þeim leikum. Þessir skólar og þessi íþróttamót voru eins- konar brennideplar þjóðlífsins, er stöfuðu ylgeislum um land alt. Þaðan dreifðist út um borg og bygð atgjörvis- þrá, fegurðarvit, ættjarðarást og frelsisást. Þaðan runnu upp kynslóðir, er ljóma bregður af um lönd öll enn til þessa dags, kynslóðir er stóðust hverja eldraunina á fæt- ur annari, þá er voldugar þjóðir, margfalt fjölmennari en Grikkir, bjuggust til að granda frelsi þeirra og þjóð- menningu. Þau eru eftirtektarverð ummæli spekingsins Sólons um tilgang ólympsku leikanna. Honum farast meðal ann- ars orð hér um bil á þessa leið: »Þessi íþróttamót eru eigi haldin eingöngu vegna kappleikanna, til þess að menn geti unnið sér þar sigurlaun, því að það geta vitanlega fæstir. Þar er ekki um olíuviðarsveiginn að gera, heldur um annað og meira, um samfagnað þjóðarinnar yfir fegurð, afli og einurð sona sinna, um æfilán hennar, frelsi og sæmd«.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.