Skírnir - 01.08.1909, Síða 54
246
Betur má ef duga skal.
snareygir, og svo hugprúðir, að þeir hlógu við dauðanum
og hugsuðu um það eitt, að sjá sæmdinni borgið og skila
niðjunum óflekkuðum orðstír ættleggsins.
Þetta var arðurinn af uppeldisstefnu feðra þeirra kyn-
slóð eftir kynslóð.
Þeir höfðu háð örðuga lífsbaráttu við harðfengar höf-
uðskepnur og menska fjendur. En þeir höfðu látið sér
lærast af reynslunni að ala upp hjá sér og niðjum sinum
þá eiginleika, er heillavænlegastir voru til þess, að geta
staðist í baráttunni við þau öfl, er þeir áttu við að stríða.
Margsinnis hafði vopnfimi, afl og áræði menskra óvina
lagt frændur þeirra og ástvini að velli. Þess vegna lögðu
þeir alúð á að kenna sonum sinum vopnaburð og temja
þá við aflraunir og fimleika, og það því fremur sem þeir
fundu það vel, að »hálfur er auður und hvötum«, að
líkamshreystinni var samfara starfsþrek, framsóknarþor
og viljafesti.
Margt skipið höfðu Ægisdætur dregið í djúpið til sín
og drekt áhöfn þess. Þess vegna gerðu þeir sundlistina
að einni af aðalnámsgreinum æskulýðsins. Föng sín urðu
þeir að sækja að miklu leyti í hendur Ægis eða á hans
vegum. Hann lá fram undan bygðum þeirra með gull í
greipum og gull að haki. En þeim þótti það ofdýr skatt-
ur að gjalda honum líf hvers þess manns, er falla kunni
í faðm dætra hans. Því tóku þeir það ráð, að gera Ægis-
dætur að leiksystrum sona sinna frá blautu barnsbeini;
þá kunni hver og einn fremur að vinda sér úr faðmlög-
um þeirra, ef í alvöru sló.
Marga höfðu þeir Frosti og frændur hans kvalið i
kvefi og hósta eða jafnvel níst til bana. Þess vegna létu
menn sonu sína herða sig gegn átökum þeirra frá barns-
aldri og ólu upp hjá þeim fyrirlitningu fyrir »eldvelli,
innisetum, vörmum dyngjum og dúnvöttum«, svo sem eitt
af fornskáldunum kemst að orði. Kvellisýki þótti það, að
fá af því lungnabólgu að steypast fram af bryggjusporði,
^þótt á vetrardegi væri, en ekki nema meðalmannsþrek